Hundruð kvenleiðtoga streyma til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 14:08 Leikkonan Ashley Judd hefur lagt áherslu á mikilvægi vandaðrar umfjöllunar í fjölmiðlum þegar sjálfsvíg eru annars vegar. Getty Images/Shannon Finney Reiknað er með rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogum frá áttatíu löndum á Heimsþing kvenleiðtoga sem hefst í Hörpu á mánudag og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í sjötta skipti. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna. Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Yfirskrift heimsþingins í ár er Power, Together for Leadership sem vísar til mikilvægis forystu og fjölda kvenna í leiðtogahlutverkum. Á heimsþinginu í ár verður kynnt átaksverkefnið, Reykjavik Action Items, sem felst í samstöðu um fjórar aðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum. „Í fyrsta lagi að ná launajafnrétti, í öðru lagi að jafna hlut kynjanna við ákvarðanatöku, í þriðja lagi að jafna fæðingarorlof foreldra og í fjórða lagi að innleiða aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningu. Væntanlegar eru til landsins kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og alþjóðastofnunum og er tilgangurinn að gefa þátttakendum tækifæri til að ræða og skiptast á hugmyndum um hvernig kvenleiðtogar geti beitt sér fyrir betra samfélagi, auknu jafnrétti milli kynja og valdeflingu kvenna í sem víðustu samhengi. Meðal þátttakenda á Heimsþingi kvenleiðtoga eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands, Ashley Judd leikkona, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Martin Chungong framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, Nancy Tembo utanríkisráðherra Malawi, Julia Farrugia Portelli félagsmálaráðherra Möltu, Monica Mutsvangwa upplýsingamálaráðherra Zimbabwe, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Tarja Halonen fyrrverandi forseti Finnlands, Marie-Louise Coleiro Preca fyrrverandi forseti Möltu, Simonetta Sommaruga fyrrverandi forseti Swiss, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Foundation, Adela Raz fyrrverandi sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum, Mitali Wroczynski varaforseti hjá Co-Impact, Nanna-Louise Wildfang Linde varaforseti hjá Microsoft, ásamt yfir 150 þingkonum alls staðar að úr heiminum. Á heimsþinginu eru veittar sérstakar viðurkenningar til aðila sem hafa náð miklum árangri í jafnréttismálum víðsvegar um heiminn, auk þess sem kynntar verða niðurstöður Reykjavik Index for Leadership 2023 í samstarfi við rannsóknarfyrirtækið Kantar, sem mælir viðhorf almennings um allan heim til karla og kvenna sem leiðtoga. Að þessu sinni verða einnig kynntar sérstakar niðurstöður þeirrar rannsóknar sem taka til Norðurlandanna. Hanna Birna Kristjánsdóttir er stjórnarformaður og stofnandi Heimsþings kvenleiðtoga. „Heimsþing kvenleiðtoga hefur fest sig í sessi sem vettvangur umræðu og aðgerða fyrir alþjóðlega kvenleiðtoga. Á þessu heimsþingi munum við taka umræðuna lengra og kynna það sem við köllum Reykjavík Action Items þar sem við hvetjum alþjóðlega kvenleiðtoga til að leggja áherslu á fjórar lykilaðgerðir til að efla jafnrétti í heiminum: launajafnrétti, jafnari hlut kynjanna við ákvarðanatöku, jafnt fæðingarorlof foreldra og aðgerðir til að binda enda á kynbundið ofbeldi,“ segir Hanna Birna.
Heimsþing kvenleiðtoga Hollywood Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira