„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 09:42 Arnór sést hér (til hægri) berjast um boltann við Hörð Axel, leikmann Álftaness. vísir / anton brink Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn