Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 13:01 Florentino Perez Real Madrid Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið. Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Tilkynnt var um stofnun og endalok Ofurdeildarinnar í dramatískri þriggja daga atburðarás í apríl 2021. Tólf félög komu sér saman um stofnun deildarinnar, keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli fjárhagsstöðu sinnar. Mikil og hávær gagnrýni rigndi yfir þátttökufélögin, fyrrum leikmenn, þjálfarar, blaðamenn, lýsendur og fleiri sem koma að íþróttinni stigu fram og mótmæltu. Ofurdeildin var eins og áður segir blásin af nánast samstundis en þrjú lið börðust áfram fyrir stofnun hennar, Juventus, Barcelona og Real Madrid. Juventus dró sig svo úr þeim hópi í sumar og skildi spænsku stórveldin eftir ein á báti. Florentino Perez flutti ávarp á ársfundi Real Madrid í dag þar sem hann lýsti yfir óbilandi trú á verkefninu. Hann sagði knattspyrnu á alþjóðavísu vera að bregðast aðdáendum sínum og til þess að fá sem mest áhorf væri nauðsynlegt að koma Ofurdeildinni á fót. Áhorfendur í sal stóðu upp eftir ræðuna og klöppuðu. 📸 A standing ovation for Florentino Perez after he talks about UEFA, La Liga president, Negreira and Madridismo. pic.twitter.com/lljGbvbJc4— Madrid Xtra (@MadridXtra) November 11, 2023 Hann gagnrýndi svo í kjölfarið bæði UEFA og spænska knattspyrnusambandið, sagði þau stöðnuð í verklagi og benti á að mörg fyrirtæki hafi áður litið á sig sem ósigrandi en farið á hausinn að endingu. Nýtt fyrirkomulag var kynnt síðastliðinn febrúar til að svara gagnrýnendum deildarinnar. Þar var kynnt lagskipt deildarkeppni milli 60-80 liða, liðin gætu þá fallið niður og komist upp um deild eftir árangri, engum yrði tryggð staða í efstu deild. Ofurdeildin lagði fram ákæru á hendur UEFA á síðasta ári þar sem samtökin voru sökuð um ólöglega einokun á evrópskum fótbolta. Dómur verður kveðinn í málinu þann 21. desember og vænta má frétta af frekari áformum Ofurdeildarinnar í kjölfarið.
Ofurdeildin Spænski boltinn Tengdar fréttir Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Evrópudómstóllinn dæmir í fótbolta Evrópudómstóllinn tekur fyrir á morgun deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta. Talsmenn félaganna segja að slík einokun sé bönnuð með lögum í ríkjum Evrópusambandsins. Þar ríki atvinnufrelsi á öllum sviðum. 10. júlí 2022 14:31