Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2023 19:26 Maja, Patryk, Sylwia og Gabriel Kunda. Vísir/Steingrímur Dúi Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur. Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Aðrir hafa leitað á samfélagsmiðla. Facebook-hópurinn Aðstoð við Grindvíkinga var stofnaður seint í gærkvöldi og eru meðlimir hópsins orðnir tæplega tólf þúsund talsins. Það var þar sem Sylwia Kunda sá færslu frá manni sem bauð fram parhús sitt á Álftanesi. „Ég skrifaði til hans og hann sagði ekkert mál, þið getið komið strax. Hann hjálpaði okkur ótrúlega mikið. Við komum strax hingað,“ segir Sylwia. Átta í heimili Og þið þekkið þennan mann ekki neitt? „Nei.“ Og hafið aldrei hitt hann? „Aldrei, aldrei.“ Sylwia dvelur nú í húsinu ásamt eiginmanni sínum, börnum þeirra sem eru fjögurra og sex ára, foreldrum hennar, bróður og frænku. „Ég trúði þessu ekki, ég keyrði frá Keflavík til Reykjavíkur og ég trúði þessu ekki. Hvað fólk er gott. Ég þekki marga Pólverja sem eru frá Grindavík og hafa margir fengið hjálp á Selfossi, Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík,“ segir Sylwia. Forsetinn kom í heimsókn Þau voru nýbúin að koma sér fyrir á Álftanesi þegar fréttastofu bar að garði. Skömmu áður hafði enginn annar en forseti Íslands mætt og rætt við fjölskylduna. Sylwia vonast þó eftir að komast aftur heim sem fyrst. Fjölskyldan ásamt nýjasta nágrannanum, forseta Íslands.Vísir Við erum enn stressuð en samt líður okkur mjög vel. Ég vona að við getum sofið rótt í nótt og ekki verið stressuð um að eitthvað detti á hausinn á okkur.
Garðabær Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira