Borgin sem er í Zaphorizia héraði hefur verið á valdi Rússa undanfarin misseri og segir úkraínska leyniþjónustan að árásin hafi verið gerð af úkraínskum andspyrnumönnum í borginni. Rússarnir voru á fundi á pósthúsi borgarinnar og þar voru samankomnir fulltrúar frá FSB leyniþjónustunni og frá rússneska heimavarnarliðinu.
Úkraínumenn segja að þrír hið minnsta hafi látið lífið þegar sprengja sprakk á pósthúsinu en Rússar hafa ekki tjáð sig um málið. Úkraínumenn hafa margsinnis gert slíkar árásir í Melitopol en borgin hefur orðið verið ákveðin miðstöð fyrir rússneska innrásarliðið allt frá því þeir tóku borgina á fyrstu dögum stríðsins.