Takk mamma! Katrín Kristinsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 15:00 Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Séreignarsparnaður er ein okkar dýrmætasta eign við starfslok og ekki er hún síður dýrmæt þegar við kaupum okkar fyrstu íbúð. Stærsta fjárfesting flestra er húsnæði og getur reynst stórt verkefni að byggja upp nægilegt eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup. Þess vegna er mikilvægt að byrja að safna sem allra fyrst. Þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur hafði ég hvorki vit né vilja til þess að leggja til hliðar hlut af því litla sem kom inn á reikninginn. Ég var í menntaskóla og vildi heldur nýta aurinn í að kaupa mér miða á næsta ball eða jafnvel nýjan kjól. Ég er því gríðarlega þakklát fyrir hana mömmu sem hafði vit fyrir mér og passaði að ég byrjaði að greiða í séreignarsparnað um leið og ég var komin með aldur til. Margir í kringum mig byrjuðu að spara seinna en þau hefðu viljað, einfaldlega því þau vissu ekki að séreignarsparnaður væri til. Það að byrja seinna að spara getur þýtt ár eða jafnvel tvö í viðbót á „Hótel Mömmu“. Talsverður munur er á því að byrja að safna 16 ára eða 20 ára. Innborganirnar á þessum fyrstu árum eru einmitt þær sem ávaxtast lengst og getur munað heilmikið um þær. Að sjálfsögðu dugar ekki til að greiða bara í séreign. Sá tími kemur að færa þarf fórnir og leggja aukalega til hliðar. Ef fólk býr svo vel að fá að vera í foreldrahúsum sér að kostnaðarlausu og fær jafnvel að ganga í ísskápinn eins og það lystir, þá ætti það um leið að geta lagt talsverðan hluta af launum sínum til hliðar. Þetta tekur sinn tíma en hefst allt á endanum. Mér fannst alltaf gott að horfa á þetta þannig að 40 þúsund krónur á mánuði jafngildi hálfri milljón í sparnað á ári. Það að leggja til hliðar hluta af launum í hverjum mánuði er einnig fínasta æfing fyrir það sem koma skal eftir að fjárfest hefur verið í íbúð. Þá geta verið mikil viðbrigði að þurfa að greiða mánaðarlega af lánum, borga tryggingar og fleiri reikninga. Þegar sótt er um séreignarsparnað á fólk rétt á því að fá 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Líta má á mótframlagið sem 2% launahækkun. Greiða má á bilinu 2-4% af launum í séreign. Talsverður munur er á því hversu mikið hver og einn á við fyrstu kaup eftir því hvort greidd voru tvö eða fjögur prósent. Fólk getur byrjað að safna í séreignarsjóð þegar það hefur náð 16 ára aldri. Á þeim aldri getur verið gott að eiga að fólk sem passar upp á að horft sé fram í tímann og hvetur til skynsemi í fjármálum. Þeir sem byrja snemma að safna í séreignarsjóð verða þakklátir fyrir það þegar fram í sækir. Höfundur er sérfræðingur í sjóðastýringu hjá Íslandssjóðum.
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar