Á metið bæði sem leikmaður og þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 23:30 Xabi Alonso er að gera góða hluti sem þjálfari. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Lærisveinar Xabi Alonso í Bayer Leverkusen hafa heldur betur komið á óvart á þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið hefur nú jafnað árangur Bayern München frá 2015 þegar Alonso var leikmaður liðsins. Hinn 41 árs gamli Alonso tók við Leverkusen á síðustu leiktíð og sneri gengi liðsins algjörlega við. Það var þó erfitt að sjá fyrir sér að gengið á núverandi leiktíð yrði jafn gott og raun ber vitni. Leverkusen hefur hins vegar spilað frábærlega og hefur ekki enn beðið ósigur þegar 11 umferðir eru búnar af þýsku úrvalsdeildinni. Leverkusen er með 31 stig og trónir á toppnum en Þýskalandsmeistarar Bayern koma þar á eftir með 29 stig. Bæði lið eru ósigruð. Með einkar öruggum 4-0 sigri á lánlausu liði Union Berlín um helgina þá jafnaði Leverkusen met Bayern frá tímabilinu 2015-16. Bayern, undir dyggri stjórn Pep Guardiola, var þá einnig með 31 stig af 33 mögulegum að loknum 11 umferðum. Ekkert lið í sögunni hafði fengið fleiri stig og stendur metið enn. Nú deilir Leverkusen metinu hins vegar með Bayern. In 2015/16, Xabi Alonso's Bayern Munich side set the record for most points won after the opening 11 games of a Bundesliga season with 31 from 33! In 2023/24, he has equalled that record as the manager of Bayer Leverkusen... Simply outstanding... pic.twitter.com/DoWQKwgPMy— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 13, 2023 Það sem meira er, Xabi Alonso var á þeim tíma leikmaður Bayern og stór ástæða þess að liðið stóð uppi sem Þýskalandsmeistari vorið 2024 með 88 stig. Hvort Alonso sé farinn að láta sig dreyma um að endurtaka leikinn verður hann að svara fyrir en byrjunin bendir allavega til þess að Bayern fái alvöru keppinaut í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Alonso tók við Leverkusen á síðustu leiktíð og sneri gengi liðsins algjörlega við. Það var þó erfitt að sjá fyrir sér að gengið á núverandi leiktíð yrði jafn gott og raun ber vitni. Leverkusen hefur hins vegar spilað frábærlega og hefur ekki enn beðið ósigur þegar 11 umferðir eru búnar af þýsku úrvalsdeildinni. Leverkusen er með 31 stig og trónir á toppnum en Þýskalandsmeistarar Bayern koma þar á eftir með 29 stig. Bæði lið eru ósigruð. Með einkar öruggum 4-0 sigri á lánlausu liði Union Berlín um helgina þá jafnaði Leverkusen met Bayern frá tímabilinu 2015-16. Bayern, undir dyggri stjórn Pep Guardiola, var þá einnig með 31 stig af 33 mögulegum að loknum 11 umferðum. Ekkert lið í sögunni hafði fengið fleiri stig og stendur metið enn. Nú deilir Leverkusen metinu hins vegar með Bayern. In 2015/16, Xabi Alonso's Bayern Munich side set the record for most points won after the opening 11 games of a Bundesliga season with 31 from 33! In 2023/24, he has equalled that record as the manager of Bayer Leverkusen... Simply outstanding... pic.twitter.com/DoWQKwgPMy— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 13, 2023 Það sem meira er, Xabi Alonso var á þeim tíma leikmaður Bayern og stór ástæða þess að liðið stóð uppi sem Þýskalandsmeistari vorið 2024 með 88 stig. Hvort Alonso sé farinn að láta sig dreyma um að endurtaka leikinn verður hann að svara fyrir en byrjunin bendir allavega til þess að Bayern fái alvöru keppinaut í baráttunni um þýska meistaratitilinn.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira