Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2023 11:15 Konráð þekkir markaðinn mæta vel. Hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið marga grátt undanfarin misseri og úrvalsvísitalan hrunið um tuttugu prósent á einu ári. Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli
Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira