Þurfa fleiri fyrirtæki sköpunargleðistjóra? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun