Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 23. janúar 2026 08:46 Ég fékk spurningu um daginn sem hefur setið í mér: „Af hverju ætti ungt fólk að flytja aftur heim eftir nám? “ Ég hef verið í þessum sporum en fyrir rúmum 10 árum lauk ég námi í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York. Í grunninn held ég að allflesta Íslendinga langi heim aftur – en spurningin er hvort tækifærin séu til staðar. Hér eiga mörg okkar fjölskyldu og bakland auk þess sem við erum vön velferðarkerfi sem grípur og styður. Eitthvað sem ég upplifði að væri ekki sjálfgefið í Bandaríkjunum. Leikskólar, almennir grunnskólar og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru grundvallarstoðir sem gera Ísland að eftirsóknarverðum stað til að búa á. Eru velferð og fjölskylda nóg? Velferð og fjölskylda eru samt ekki nóg. Það þurfa líka að vera tækifæri til staðar til að nýta menntun og hæfni. Þetta á auðvitað ekki bara við fólk sem hefur lært erlendis heldur væri það öllum til hagsbóta að hér væri fjölbreyttari atvinnustarfsemi, fleiri alþjóðleg fyrirtæki og meiri nýsköpun. Í fyrra var samþykkt af Alþingi borgarstefna sem hefur það að markmiði að höfuðborgarsvæðið starfi sem ein heild í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingu. Sú stefna verður ekki að veruleika af sjálfu sér. Hún kallar á forystu borgarstjórnar Reykjavíkur, skýra framtíðarsýn og aðgerðir sem skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta vaxið og nýsköpun dafnað. Höfuðborgarsvæðið sem ein heild Ég hef mikla trú á Reykjavík. Já, við erum lítið land og einangruð eyja en við erum í nútímanum með internet og góðar tengingar í gegnum flug og hafnir. Borgarstjórn Reykjavíkur ætti alltaf að hafa hugann við það hvernig hægt er að efla höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Það hefur stækkað mjög og telur nú ekki bara nágrannasveitarfélögin heldur einnig áhrifasvæðið sem teygir sig á Selfoss, Akranes og Reykjanesið. Uppbygging spennandi höfuðborgar sem laðar til sín fyrirtæki og fjárfestingu krefst góðrar samvinnu allra þessara sveitarfélaga þegar kemur að skipulagi, samgöngum og uppbyggingu innviða. Þar væri skynsamlegt að móta sameiginlega þróunaráætlun fyrir allt svæðið. Forystuhlutverk Reykjavíkur er ótvírætt. Sem höfuðborg ætti hún að ganga á undan með því að létta kerfið þar sem það er of þungt, styðja við frumkvöðla og fyrirtæki í vexti og senda skýr skilaboð um að hér sé stöðugleiki, hæft fólk og samfélag sem vill vaxa. Opinber forysta á ekki bara að bregðast við þróun heldur setja skýr markmið og byggja umgjörð þar sem ný tækifæri geta orðið til. Spennandi Reykjavík Ég lít ekki á velferð og atvinnulíf sem andstæður. Þvert á móti. Öflug verðmætasköpun er forsenda þess að við getum staðið undir sterku velferðarkerfi. Þetta sama velferðarkerfi er svo það sem gefur fólki jafnt færi á að taka þátt, skapa og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þegar ég sjálf stóð frammi fyrir vali eftir nám kaus ég fjölskyldu og öryggi. Ég var að eignast börn og hér var fæðingarorlof, leikskólar og almennar sjúkratryggingar. En ég hefði líka viljað sjá fleiri og fjölbreyttari störf í alþjóðlegu umhverfi. Valið á ekki að vera annað hvort. Í Reykjavík höfum við fulla burði til að vera spennandi á öllum sviðum – með sterka velferð, fjölbreytt samfélag og gróskumikið atvinnulíf. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég fékk spurningu um daginn sem hefur setið í mér: „Af hverju ætti ungt fólk að flytja aftur heim eftir nám? “ Ég hef verið í þessum sporum en fyrir rúmum 10 árum lauk ég námi í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York. Í grunninn held ég að allflesta Íslendinga langi heim aftur – en spurningin er hvort tækifærin séu til staðar. Hér eiga mörg okkar fjölskyldu og bakland auk þess sem við erum vön velferðarkerfi sem grípur og styður. Eitthvað sem ég upplifði að væri ekki sjálfgefið í Bandaríkjunum. Leikskólar, almennir grunnskólar og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu eru grundvallarstoðir sem gera Ísland að eftirsóknarverðum stað til að búa á. Eru velferð og fjölskylda nóg? Velferð og fjölskylda eru samt ekki nóg. Það þurfa líka að vera tækifæri til staðar til að nýta menntun og hæfni. Þetta á auðvitað ekki bara við fólk sem hefur lært erlendis heldur væri það öllum til hagsbóta að hér væri fjölbreyttari atvinnustarfsemi, fleiri alþjóðleg fyrirtæki og meiri nýsköpun. Í fyrra var samþykkt af Alþingi borgarstefna sem hefur það að markmiði að höfuðborgarsvæðið starfi sem ein heild í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fyrirtæki og fjárfestingu. Sú stefna verður ekki að veruleika af sjálfu sér. Hún kallar á forystu borgarstjórnar Reykjavíkur, skýra framtíðarsýn og aðgerðir sem skapa umhverfi þar sem fyrirtæki geta vaxið og nýsköpun dafnað. Höfuðborgarsvæðið sem ein heild Ég hef mikla trú á Reykjavík. Já, við erum lítið land og einangruð eyja en við erum í nútímanum með internet og góðar tengingar í gegnum flug og hafnir. Borgarstjórn Reykjavíkur ætti alltaf að hafa hugann við það hvernig hægt er að efla höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Það hefur stækkað mjög og telur nú ekki bara nágrannasveitarfélögin heldur einnig áhrifasvæðið sem teygir sig á Selfoss, Akranes og Reykjanesið. Uppbygging spennandi höfuðborgar sem laðar til sín fyrirtæki og fjárfestingu krefst góðrar samvinnu allra þessara sveitarfélaga þegar kemur að skipulagi, samgöngum og uppbyggingu innviða. Þar væri skynsamlegt að móta sameiginlega þróunaráætlun fyrir allt svæðið. Forystuhlutverk Reykjavíkur er ótvírætt. Sem höfuðborg ætti hún að ganga á undan með því að létta kerfið þar sem það er of þungt, styðja við frumkvöðla og fyrirtæki í vexti og senda skýr skilaboð um að hér sé stöðugleiki, hæft fólk og samfélag sem vill vaxa. Opinber forysta á ekki bara að bregðast við þróun heldur setja skýr markmið og byggja umgjörð þar sem ný tækifæri geta orðið til. Spennandi Reykjavík Ég lít ekki á velferð og atvinnulíf sem andstæður. Þvert á móti. Öflug verðmætasköpun er forsenda þess að við getum staðið undir sterku velferðarkerfi. Þetta sama velferðarkerfi er svo það sem gefur fólki jafnt færi á að taka þátt, skapa og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þegar ég sjálf stóð frammi fyrir vali eftir nám kaus ég fjölskyldu og öryggi. Ég var að eignast börn og hér var fæðingarorlof, leikskólar og almennar sjúkratryggingar. En ég hefði líka viljað sjá fleiri og fjölbreyttari störf í alþjóðlegu umhverfi. Valið á ekki að vera annað hvort. Í Reykjavík höfum við fulla burði til að vera spennandi á öllum sviðum – með sterka velferð, fjölbreytt samfélag og gróskumikið atvinnulíf. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnarkosninga.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun