Curry segir ekkert mál að skilja hvernig nýi deildarbikar NBA virkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 16:01 Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors. Vísir/Getty Leikir NBA körfuboltaliðanna gilda tvöfalt á þriðjudögum og föstudögum í þessum nóvembermánuði. NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023 NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023
NBA Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira