Hver á að borga brúsann? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jarðskjálftar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesi ógna okkur er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem þurftu à augabragði að yfirgefa heimili sín síðast liðinn föstudag. Við hin erum óttaslegin en við eigum þó húsaskjól og eigur okkar innan seilingar. Það hlýtur að vera óhugnanlegt að vita ekki hvort eða hvenær þú færð að snúa heim. Hvað þá að vita af glóandi kviku undir fótum þínum sem gæti komið upp á yfirborðið hvenær sem er. Þetta eru skrítnir tímar. Vissulega höfum við verið lánsöm og viðbragðsaðilar staðið sig með sóma. Það þarf að tryggja innviði eins og virkjunina í Svartsengi. Sú virkjun sér Suðurnesjamönnum fyrir heitu og köldu vatni og það er ekki hugsun sem við viljum hugsa til enda ef heitavatnslaust yrði á Reykjanesskaganum nú þegar aðventan er handan við hornið. Bláa lónið er í raun affall af Svartsengi og þar er rekið dásamlegt baðlón sem kostar skildinginn að komast í og ekki geta allir leyft sér þann lúxus. Slík baðlón hafa risið víða um land á síðustu árum þar sem ferðamenn og sumir njóta, þökk sé jarðhitanum sem landið okkar gefur. Það kostar mikið að njóta þessara lauga, margfalt verð á við það að skreppa í sund. Ekki á allra færi að veita sér það. Bláa lónið rekur einnig lúxus hótel þar sem nóttin kostar meira en mánaðarlaun verkafólks. Erlendir auðmenn eru þar helstu gestirnir og stöku Íslendingar. Bláa lónið lokaði ekki fyrr en gestirnir sýndu það með fótunum og yfirgáfu svæðið vegna jarðskjálfta í síðustu viku. Rekstrartekjur Bláa lónsins eru daglega um 47 milljónir króna og daglegur hagnaður tæpar 6 milljónir. Það er frábært að svona vel gangi hjá einum af okkar helsta ferðamannastað. Við gleðjumst yfir velgengni íslenskra fyrirtækja sem selja íslenska vatnið og undur þess. Á þessum tímum sem eru einstakir vegna jarðhræringa og ógnandi eldgosahættu þarf að verja innviði. Við erum öll sammála um það. Bláa lónið er ekki innviðir heldur affall af innviðum, Svartsengisvirkjun. Við verðum og viljum verja þá virkjun. Bláa lónið og hagnaður þess fyrirtækis væri ekki til nema vegna jarðhitans á Suðurnesjum. Vissulega má reyna að reisa varnargarða um innviði og ætla að stjórna því hvert hraunið mun renna þegar eldgos hefst. Þessir varnargarðar eru tilraun sem kostar mikið fé og nú er unnið dag og nótt að vinnu við þá. Hver a að borga þann brúsa? Ekki íslenskur almenningur heldur þau fyrirtæki sem verið er að vernda frá hraunstraumi. Heilt bæjarfélag Grindavík var rýmt og fólk er nánast á götunni nú þegar desember nálgast. Við Íslendingar þurfum nú sem aldrei fyrr að standa saman og hlúa að okkar minnstu bræðrum í nauð. Og við munum gera það jafnvel þótt náttúruöflin sýni sína verstu hlið. Það mun byggð áfram vera á Reykjanesskaganum en þar er gott að búa það þekki ég sjálf. Höfundur er læknir og fyrrum íbúi í Suðurnesjabæ.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun