Vy-þrif kærð til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2023 10:45 Dauð mús eða rotta sem fannst á gólfinu í Sóltúni þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti á vettvang í lok september. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur kært þriffyrirtækið Vy-þrif til lögreglu fyrir ólöglega matvælageymslu í kjallara í Sóltúni í Reykjavík. Fyrirtækið hafði frest til 14. nóvember til að bregðast við erindi eftirlitsins en gerði það ekki. Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík. Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum heilbrigðiseftirlitsins til fréttastofu. Málið hafi verið kært til lögreglu og sé nú á hennar borði. Fréttastofa óskaði eftir afriti af kæru eftirlitsins en þeirri beiðni var hafnað. „Kæran til lögreglu er undanþegin upplýsingalögum þar sem hún er hluti af rannsókn sakamáls sbr 4. gr. upplýsingalaga,“ segir í svari eftirlitsins. Dauð mús eða rotta í gildru í húsnæðinu. Forsaga málsins er sú að eftirlitið fór í heimsókn í kjallarann í Sóltúni 27. september vegna gruns um geymslu matvæla án tilskilinna leyfa. Tilkynningar höfðu borist um vonda lykt frá húsnæðinu. Þar kom í ljós að húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt auk þess sem ummerki voru greinileg í formi rottuskíts og rottuþvags meðal annars ofan á umbúðum matvæla. Þá voru vísbendingar á staðnum um að fólk hefði dvalið þar. Meðal annars fundust dýnur, koddar, matarílát og tjald ofan á sekkjum. Sá angi málsins hefur þegar verið tilkynntur til lögreglu. Uppsett tjald á sekkjum í kjallaranum. Heilbrigðiseftirlitið telur ljóst að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu. Vy-þrif hafi brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða. Matvælafyrirtæki séu ekki ætluð til íbúðar eða gistingar. Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa og betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu Quang Le, sagðist í skriflegri orðsendingu til fréttastofu á dögunum ekki ætla að tjá sig um rannsókn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á fyrirtækinu. Davíð er einnig eigandi phoVíetnam veitingastaðakeðjunnar sem rekur nokkra veitingastaði í Reykjavík.
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Heilbrigðiseftirlit Lögreglumál Reykjavík Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05 Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55 Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. 10. nóvember 2023 10:05
Flúðu á hlaupum eða bíl í fyrstu heimsókn Fyrsta heimsókn starfsfólks Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur (HER) í geymslurými í kjallaranum í Sóltúni 20 virðist hafa komið fólki á svæðinu í opna skjöldu. Þeir tóku á rás og ekki náðist að ræða við þá. 9. nóvember 2023 15:55
Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu. 9. nóvember 2023 15:03