Nú eru menn ekki að lesa salinn Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 16. nóvember 2023 16:01 Lögð hefur verið fram tillaga tveggja þingmanna Miðflokksins á Alþingi þess efnis að jafnlaunavottun verði afnumin. Það er ekki mjög hressandi að uppgötva hvað menn lesa salinn illa eftir að 100.000 konur og kvár hittust í miðbæ Reykjavíkur þann 24. október s.l. En það er svo sem ekki nýtt. Í tillögunni eru raktar helstu kröfur um vottunina sem gerðar voru við breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og helstu breytingar sem gerðar hafa verið síðan. Þær breytingar hafa fyrst og fremst falist í eftirgjöf á upphaflegum kröfum, einkum hvað varðar minnstu fyrirtækin. Þar er einnig að finna upplýsingar um að nýleg íslensk rannsókn hafi leitt í ljós að stjórnvöld hafi ekki veitt nægjanlega góðar leiðbeiningar um útfærslu þessarra krafna og skortur á eftirliti og viðmiðum hafi haft áhrif á viðhorf stjórnenda þeirra fyrirtækja sem kröfurnar náðu til. Í niðurlagi tillögunnar segja þeir félagar að nú sé ljóst að ekki hafi tekist sem skyldi að uppfylla jafnlaunavottun og að kröfurnar hafi verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki þar sem ferlið sé kostnaðarsamt og auki flækjustig. Þess vegna sé ekki forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina. Við þurfum að skoða þá fullyrðingu betur. Forsendur tillöguflytjenda um að jafnlaunavottun sé of flókin fyrir minnstu fyrirtækin, heldur ekki. Búið er að koma til móts við þau með því að afnema kröfur um vottun og færa þær niður í jafnlaunastaðfestingu sem krefst minni vinnu og ekki vottunar. Margítrekað hafa frestir verið færður aftur í tímann til að búa til meira svigrúm fyrir þau. Í stað þess að sýna snefil af metnaði og styðja við það að hressa upp á það sem upp á vantar hjá stjórnvöldum og þannig hvetja til áframhaldandi notkun jafnlaunavottunar, sem hefur vakið athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana, þá vilja þessir þingmenn Miðflokksins gefast upp úti í miðri á og snauta til baka á upphafsreit. Það sem ekki er sagt Í rannsókninni sem vitnað er til kemur fram að launamunur hafi dregist saman um tæp átta prósentustig. Það á að vísu við bæði um vottuð og óvottuð fyrirtæki. Rannsóknin sýnir svo ekki verður um villst að jafnlaunavottun skilar árangri, bæði meðal vottaðra og óvottaða fyrirtækja og að jafnlaunavottun hefur styrkt annað gæðastarf innan þeirra. Þar kemur einnig fram að skortur á samræmdum aðgerðum skipulagsheilda og vottunaraðila hafi verið vandamál sem stjórnvöld þurfi að bregðast við með skýrum hætti enda komu fram alvarlegar athugasemdir við regluverk stjórnvalda. Það voru raunar áhyggjur sem Staðlaráð Íslands lýsti yfir á sínum tíma þegar frumvarpið um jafnlaunavottunina kom fram. Þá er ljóst að eftirlitsaðila skortir enn fjármagn og mannafla til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Sem skýrir mögulega þá staðreynd að enn virðist vanta upp á innleiðingu staðalsins þó lögbundnar kröfur séu þar um. Ávinningur vegur þyngra en hindranir við staðfestingu Jafnlaunastaðallinn er ekki fullkominn. Hann tekur t.a.m. ekki á kerfisbundnum launamun á milli stétta þar sem hefðbundin kvennastörf eru alla jafna lægra metin en hefðbundin karlastörf. Það væri góður upphafsreitur fyrir Miðflokksmenn að beita sér á. Þeir mættu þó líka lesa niðurstöðukafla rannsóknarinnar þar sem segir að þrátt fyrir gagnrýni, sem einkum beinist að stjórnvöldum, vegi ávinningur jafnlaunavottunar þynga en hindranir tengdar staðfestingu staðalsins. Hún hafi leitt til agaðri vinnubragða og skýrra viðmiða við launasetningu, aukið gagnsæi ákvarðana og gert upplýsingar aðgengilegri fyrir starfsfólk og stjórnendur. Allt þetta leiði til málefnalegri rökstuðnings fyrir launaákvörðunum. Hér er sumsé gullið tækifæri til að yfirvinna það sem ekki tókst hjá stjórnvöldum í fyrstu tilraun í stað þess að gefast upp. Slík uppgjöf er metnaðarleysi og fúsk á hæsta stigi. Leggiði frekar til stuðning við Jafnréttisstofu svo hún hafi burði til að fylgja málinu eftir og tryggja að þau fyrirtæki sem enn standa út af og hafa ekki uppfyllt kröfurnar, geri það. Koma svo Sigmundur og Bergþór. Það er ekki of seint að skipta um skoðun! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Miðflokkurinn Jafnréttismál Alþingi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Lögð hefur verið fram tillaga tveggja þingmanna Miðflokksins á Alþingi þess efnis að jafnlaunavottun verði afnumin. Það er ekki mjög hressandi að uppgötva hvað menn lesa salinn illa eftir að 100.000 konur og kvár hittust í miðbæ Reykjavíkur þann 24. október s.l. En það er svo sem ekki nýtt. Í tillögunni eru raktar helstu kröfur um vottunina sem gerðar voru við breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og helstu breytingar sem gerðar hafa verið síðan. Þær breytingar hafa fyrst og fremst falist í eftirgjöf á upphaflegum kröfum, einkum hvað varðar minnstu fyrirtækin. Þar er einnig að finna upplýsingar um að nýleg íslensk rannsókn hafi leitt í ljós að stjórnvöld hafi ekki veitt nægjanlega góðar leiðbeiningar um útfærslu þessarra krafna og skortur á eftirliti og viðmiðum hafi haft áhrif á viðhorf stjórnenda þeirra fyrirtækja sem kröfurnar náðu til. Í niðurlagi tillögunnar segja þeir félagar að nú sé ljóst að ekki hafi tekist sem skyldi að uppfylla jafnlaunavottun og að kröfurnar hafi verið íþyngjandi fyrir smærri fyrirtæki þar sem ferlið sé kostnaðarsamt og auki flækjustig. Þess vegna sé ekki forsenda fyrir því að halda áfram með vottunina. Við þurfum að skoða þá fullyrðingu betur. Forsendur tillöguflytjenda um að jafnlaunavottun sé of flókin fyrir minnstu fyrirtækin, heldur ekki. Búið er að koma til móts við þau með því að afnema kröfur um vottun og færa þær niður í jafnlaunastaðfestingu sem krefst minni vinnu og ekki vottunar. Margítrekað hafa frestir verið færður aftur í tímann til að búa til meira svigrúm fyrir þau. Í stað þess að sýna snefil af metnaði og styðja við það að hressa upp á það sem upp á vantar hjá stjórnvöldum og þannig hvetja til áframhaldandi notkun jafnlaunavottunar, sem hefur vakið athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana, þá vilja þessir þingmenn Miðflokksins gefast upp úti í miðri á og snauta til baka á upphafsreit. Það sem ekki er sagt Í rannsókninni sem vitnað er til kemur fram að launamunur hafi dregist saman um tæp átta prósentustig. Það á að vísu við bæði um vottuð og óvottuð fyrirtæki. Rannsóknin sýnir svo ekki verður um villst að jafnlaunavottun skilar árangri, bæði meðal vottaðra og óvottaða fyrirtækja og að jafnlaunavottun hefur styrkt annað gæðastarf innan þeirra. Þar kemur einnig fram að skortur á samræmdum aðgerðum skipulagsheilda og vottunaraðila hafi verið vandamál sem stjórnvöld þurfi að bregðast við með skýrum hætti enda komu fram alvarlegar athugasemdir við regluverk stjórnvalda. Það voru raunar áhyggjur sem Staðlaráð Íslands lýsti yfir á sínum tíma þegar frumvarpið um jafnlaunavottunina kom fram. Þá er ljóst að eftirlitsaðila skortir enn fjármagn og mannafla til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Sem skýrir mögulega þá staðreynd að enn virðist vanta upp á innleiðingu staðalsins þó lögbundnar kröfur séu þar um. Ávinningur vegur þyngra en hindranir við staðfestingu Jafnlaunastaðallinn er ekki fullkominn. Hann tekur t.a.m. ekki á kerfisbundnum launamun á milli stétta þar sem hefðbundin kvennastörf eru alla jafna lægra metin en hefðbundin karlastörf. Það væri góður upphafsreitur fyrir Miðflokksmenn að beita sér á. Þeir mættu þó líka lesa niðurstöðukafla rannsóknarinnar þar sem segir að þrátt fyrir gagnrýni, sem einkum beinist að stjórnvöldum, vegi ávinningur jafnlaunavottunar þynga en hindranir tengdar staðfestingu staðalsins. Hún hafi leitt til agaðri vinnubragða og skýrra viðmiða við launasetningu, aukið gagnsæi ákvarðana og gert upplýsingar aðgengilegri fyrir starfsfólk og stjórnendur. Allt þetta leiði til málefnalegri rökstuðnings fyrir launaákvörðunum. Hér er sumsé gullið tækifæri til að yfirvinna það sem ekki tókst hjá stjórnvöldum í fyrstu tilraun í stað þess að gefast upp. Slík uppgjöf er metnaðarleysi og fúsk á hæsta stigi. Leggiði frekar til stuðning við Jafnréttisstofu svo hún hafi burði til að fylgja málinu eftir og tryggja að þau fyrirtæki sem enn standa út af og hafa ekki uppfyllt kröfurnar, geri það. Koma svo Sigmundur og Bergþór. Það er ekki of seint að skipta um skoðun! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenskra staðla.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun