Man City fór með sigur af hólmi á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 18:46 Lauren Hemp var á skotskónum fyrir Man City. Richard Sellers/Getty Images Nágrannarnir og fjendurnir í Manchester United og City mættust í stórleik ensku úrvalsdeildar kvenna á Old Trafford í dag. Gestirnir fóru með 3-1 sigur af hólmi. Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Heimaliðið byrjaði vel og fékk vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af nágrannaslagnum á Old Trafford. Katie Zelem fór á punktinn og skoraði af öryggi. Geyse hélt hún hefði tvöfaldað forystu Man Utd en línuvörðurinn lyfti flaggi sínu til merkis um að boltinn hefði farið út af skömmu áður en sú brasilíska smellti honum í netið. Gestirnir sneru leiknum svo leiknum sér í vil við með tveimur mörkum á aðeins tveimur mínútum. Jill Roord jafnaði metin á 34. mínútu og Lauren Hemp kom City yfir með glæsilegu marki mínutu síðar. Bæði mörkin komu eftir vandræðagang í vörn heimaliðsins. HT: That first half definitely delivered! pic.twitter.com/454BxSSwjd— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Staðan 1-2 í hálfleik og þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan orðin 1-3 þökk sé marki Khadiju Shaw. Aftur var heimaliðið í vandræðum aftarlega á vellinum en Mary Earps, markvörður, fékk slaka sendingu til baka og endaði á að negla boltanum í Shaw en þaðan skaust hann í netið. Á 71. mínútu fékk Laia Aleixandri Lopez sitt annað gula spjald í liði gestanna og Man City því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það kom ekki að sök þar sem ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur á Old Trafford 1-3. Eftir sigurinn er Man City í 3. sæti með 13 stig eftir sjö leiki en Man Utd sæti neðar með 12 stig. 43,615A new @ManUtdWomen attendance record! pic.twitter.com/oMzlnClfMa— Barclays Women's Super League (@BarclaysWSL) November 19, 2023 Arsenal vann 3-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. María Þórisdóttir var í byrjunarliði heimakvenna en kom litlum vörnum við gegn öflugu liði gestanna. Stina Balckstenius kom Arsenal yfir á 12. mínútu. Annað markið kom loks þegar tíu mínútur lifðu leiks, Caitlin Foord með markið. Það var svo Frida Leonhardsen-Maanum sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma. Arsenal er í 2. sæti með 16 stig, þremur á eftir toppliði Chelsea. Brighton er í 8. sæti með sjö stig. Önnur úrslit Everton 2-2 Bristol City Leicester City 1-1 Tottenham Hotspur West Ham United 2-3 Aston Villa
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira