Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 18:14 Leikur á Faxaflóamóti 3. flokks kvenna, fjórtán og fimmtán ára, fór fram í dag þrátt fyrir að enginn dómari lét sjá sig. Vísir/Vilhelm Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Golf Fleiri fréttir Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sjá meira
Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Golf Fleiri fréttir Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Shiffrin segist of hrædd og ver ekki titilinn á HM Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Sjá meira