Fimmtán afrek sem gera Helenu einstaka í íslenskri körfuboltasögu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 11:01 Helena Sverrisdóttir átti magnaðan feril sem verður seint toppaður. Vísir/Daníel Helena Sverrisdóttir hefur spilað sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum. Það tilkynnti hún í gær en því miður verður Helena að setja skóna sína upp á hillu vegna meiðsla. Helena hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabilin sín á ferlinum og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. Ferill hennar hefur hins vegar verið langur, glæsilegur og hreinlega einstakur í íslenskri körfuboltasögu. Á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfuboltans á Íslandi. Helena hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari, fimm sinnum bikarmeistari og sjö sinnum deildarmeistari á Íslandi og það þrátt fyrir að hafa verið fjögur tímabil í bandarískum háskóla og í fimm tímabil sem atvinnumaður í Evrópu. Til að setja magnaðan feril Helenu í samhengi er rétt að fara yfir hluta af fjölmörgum metum hennar frá ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá meira en fimmtán helstu afrek sem gera Helenu að einstökum leikmanni í íslenskri körfuboltasögu Helena Sverrisdóttir lék 81 landsleik fyrir Ísland.Vísir/Vilhelm Flestir landsleikir spilaðir Helena endaði feril sinn á því að slá landsleikjamet Hildar Sigurðardóttur með því að spila báða leikina i síðasta landsliðsglugga. Hún endaði sinn landsliðsferil með 81 landsleik þar af 43 þeirra sem fyrirliði. Helena var fyrsta íslenska konan til að spila áttatíu landsleiki. Flest stig og flestar þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið Helena er bæði sú sem hefur skorað langflest stig og sett niður flestar þriggja stiga körfur í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Helena skoraði alls 1362 stig og 102 þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið en hún var með 16,8 stig að meðaltali í leik í sínum landsleikjum. Helena Sverrisdóttir var kjörin körfuknattleikskona ársins ellefu ár í röð.vísir/Daníel Lengsti landsliðsferillinn Helena lék sinn fyrsta landsleik á móti Englandi 27. desember 2002 þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Þann síðasta lék hún síðan á móti Tyrklandi á Ásvöllum 12. nóvember síðastliðinn. Helena er fyrsta og eina landliðskonan sem á landsliðsferil sem nær yfir meira en tvo áratugi. Alls liðu 20 ár, 10 mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta A-landsleiks Helenu fyrir Ísland. Flest stig skoruð í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn Helena hefur skorað 536 stig í 27 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem er met en hún sló á sínum tíma met Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þau eru mörg metin sem Anna María átti og Helena á í dag. Helena er einnig sú sem hefur tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum en í lokaúrslitum er hún með 19,9 stig, 11,6 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik, Helena Sverrisdóttir spilaði með Haukum og Val hér á Íslandi.vísir/vilhelm Flest stig hjá íslenskum leikmann í einum leik í úrslitakeppni Helena skoraði 45 stig í leik Hauka og Snæfells í þriðja leik lokaúrslitanna 2016 sem er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni og það næstmesta í sögunni á eftir 49 stigunum sem Penni Peppas skoraði fyrir Breiðablik á móti Keflavík 1995. Oftast valin besti leikmaður Íslandsmótsins Það er við hæfi að Helena deili metinu yfir það að vera kosinn oftast besti leikmaður Íslandsmótsins með Önnu Maríu Sveinsdóttur en báðar voru þær kosnar bestar í deildinni sex sinnum. Helena fékk þessi verðlaun 2005, 2006, 2007, 2016, 2018 og 2019. Helena Sverrisdóttir varð tvöfaldur meistari með Good Angels Kosice í Slóvakíu.Good Angels Kosice Flest stig íslenskrar konu í Euroleague og Evrópukeppni Helena lék í tvö tímabil í EuroLeague með Good Angels Kosice og hefur alls tekið þátt í Evrópukeppni á átta tímabilum með liðum frá Íslandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Engin íslenska kona hefur skorað fleiri stig í Evrópukeppni (618) eða í Euroleague (155). Helena skoraði 10 stig að meðaltali í 65 Evrópuleikjum sínum að meðaltali en besta tímabilið hennar var 2006-07 með Haukum þar em hún skoraði 20,7 stig að meðaltali í leik. Yngst til að vera valin besti leikmaður Íslandsmótsins Helena var nýorðin sautján ára gömul þegar hún var fyrst kosin besti leikmaður Íslandsmótsins í lok 2004-2005 tímabilsins og bætti þar met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur frá 1992. Á þessu sögulega tímabili þar sem Helena var lengst sextán ára gömul var hún með 22,8 stig, 13,7 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena var þrisvar kosin best í deildinni fyrir tuttugu ára afmælið sitt. Helena Sverrisdóttir með boltann í leik gegn Snæfelli.vísir/stefán Flestar þrennur á Íslandsmóti Helena hefur náð þrennu í 24 leikjum í deildarkeppni og 7 þrennum í úrslitakeppni á Íslandsmótinu og það er bæði met. Hún hefur átta þrennu forskot á Danielle Rodriguez, sem spilar nú með Grindavík, í deildarleikjum. Næst henni þar af íslensku stelpunum er Hildur Sigurðardóttir með átta þrennur. Í úrslitakeppninni er Helena með fjögurra þrennu forskot á Kiönu Johnson. Alls náði Helena 31 þrennu á Íslandsmótinu sem er fimmtán fleiri en næsta kona sem er Danielle Rodriguez með sextán. Yngst til að skora þrjátíu stig í leik í efstu deild Helena var aðeins 14 ára og 356 daga gömul þegar hún skorað þrjátíu stig í fyrsta sinn í leik í efstu deild en það var með Haukum á móti Keflavík 2. mars 2003. Helena var einnig með 9 fráköst, 4 stolna, 4 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 60% skota utan af velli (9 af 15) og 86% vítanna (12 af 14). Helena tók ekki eitt þriggja stiga skot í leiknum. Stigahæsta íslenska konan í bandaríska háskólakörfuboltanum Helena lék í fjögur tímabil með Texas háskólanum Texas Christian University eða TCU eins og hann er oftast nefndur. Hún skoraði á þessum fjórum árum 1759 stig sem er það mesta sem íslensk kona hefur skorað samtals í bandaríska háskólakörfuboltanum. Helena var með 13,5 stig, 6,4 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í 130 leikjum fyrir skólann. Oftast valin körfuknattleikskona eða -karl ársins Helena deilir metinu með Jóni Arnóri Stefánssyni yfir að vera kosin oftast körfuknattleiksmaður eða körfuknattleikskona ársins af KKÍ en þessi verðlaun voru aðskilin árið 1998. Helena var kosin tólf sinnum körfuknattleikskona ársins en í síðasta skiptið árið 2019. Níu sinnum voru þau Jón Arnór og Helena valin best á sama ári. Helena náði að vinna þessi verðlaun ellefu ár í röð frá 2005 til 2015 sem er líka met. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska landsliðinu í 52 leikjum af þeim 81 sem hún spilaði.Vísir Oftast valin best í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og í bikarúrslitum Helena er sá leikmaður sem hefur oftast verið valin mikilvægasti leikmaðurinn í lokaúslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn sem og í bikarúrslitaleik kvenna. Hún var fjórum sinnum valin mikilvægust í úrslitaeinvígi (2007, 2018, 2019, 2021) og þrisvar sinnum valin mikilvægust í bikarúrslitaleik (2019, 2021 og 2022) Stigahæst hjá Íslandi í 52 landsleikjum Helena var stigahæsti leikmaður íslenska landsliðinu í alls 52 landsleikjum og er hún þar langefst á lista. Sú næsta var Anna María Sveinsdóttir sem náði að vera stigahæst í íslenska liðinu í 24 landsleikjum. Helena skoraði yfir tíu stig í 69 landsleikjum og yfir tuttugu stig í 29 landsleikjum. Hún braut síðan þrjátíu stiga múrinn fimm sinnum á landsliðsferlinum. Vann tvöfalt með tveimur liðum á sama tímabili Helena er sú eina í sögunni sem hefur unnið tvöfalt á tímabili þrátt fyrir að tvö mismunandi félög hafi orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari. Helena varð Íslandsmeistari vorið 2021 með Val en síðan bikarmeistari með Haukum haustið 2021 eftir að hafa skipt um lið um sumarið. Sú bikarkeppni tilheyrði tímabilinu á undan en henni var frestað fram á haustmánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Helena var valin mikilvægust í bæði úrslitaeinvíginu um vorið sem og í bikarúrslitaleiknum um haustið. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Helena hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabilin sín á ferlinum og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. Ferill hennar hefur hins vegar verið langur, glæsilegur og hreinlega einstakur í íslenskri körfuboltasögu. Á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfuboltans á Íslandi. Helena hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari, fimm sinnum bikarmeistari og sjö sinnum deildarmeistari á Íslandi og það þrátt fyrir að hafa verið fjögur tímabil í bandarískum háskóla og í fimm tímabil sem atvinnumaður í Evrópu. Til að setja magnaðan feril Helenu í samhengi er rétt að fara yfir hluta af fjölmörgum metum hennar frá ferlinum. Hér fyrir neðan má sjá meira en fimmtán helstu afrek sem gera Helenu að einstökum leikmanni í íslenskri körfuboltasögu Helena Sverrisdóttir lék 81 landsleik fyrir Ísland.Vísir/Vilhelm Flestir landsleikir spilaðir Helena endaði feril sinn á því að slá landsleikjamet Hildar Sigurðardóttur með því að spila báða leikina i síðasta landsliðsglugga. Hún endaði sinn landsliðsferil með 81 landsleik þar af 43 þeirra sem fyrirliði. Helena var fyrsta íslenska konan til að spila áttatíu landsleiki. Flest stig og flestar þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið Helena er bæði sú sem hefur skorað langflest stig og sett niður flestar þriggja stiga körfur í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Helena skoraði alls 1362 stig og 102 þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið en hún var með 16,8 stig að meðaltali í leik í sínum landsleikjum. Helena Sverrisdóttir var kjörin körfuknattleikskona ársins ellefu ár í röð.vísir/Daníel Lengsti landsliðsferillinn Helena lék sinn fyrsta landsleik á móti Englandi 27. desember 2002 þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Þann síðasta lék hún síðan á móti Tyrklandi á Ásvöllum 12. nóvember síðastliðinn. Helena er fyrsta og eina landliðskonan sem á landsliðsferil sem nær yfir meira en tvo áratugi. Alls liðu 20 ár, 10 mánuðir og 17 dagar á milli fyrsta og síðasta A-landsleiks Helenu fyrir Ísland. Flest stig skoruð í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn Helena hefur skorað 536 stig í 27 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn sem er met en hún sló á sínum tíma met Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þau eru mörg metin sem Anna María átti og Helena á í dag. Helena er einnig sú sem hefur tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum en í lokaúrslitum er hún með 19,9 stig, 11,6 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik, Helena Sverrisdóttir spilaði með Haukum og Val hér á Íslandi.vísir/vilhelm Flest stig hjá íslenskum leikmann í einum leik í úrslitakeppni Helena skoraði 45 stig í leik Hauka og Snæfells í þriðja leik lokaúrslitanna 2016 sem er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur skorað í einum leik í úrslitakeppni og það næstmesta í sögunni á eftir 49 stigunum sem Penni Peppas skoraði fyrir Breiðablik á móti Keflavík 1995. Oftast valin besti leikmaður Íslandsmótsins Það er við hæfi að Helena deili metinu yfir það að vera kosinn oftast besti leikmaður Íslandsmótsins með Önnu Maríu Sveinsdóttur en báðar voru þær kosnar bestar í deildinni sex sinnum. Helena fékk þessi verðlaun 2005, 2006, 2007, 2016, 2018 og 2019. Helena Sverrisdóttir varð tvöfaldur meistari með Good Angels Kosice í Slóvakíu.Good Angels Kosice Flest stig íslenskrar konu í Euroleague og Evrópukeppni Helena lék í tvö tímabil í EuroLeague með Good Angels Kosice og hefur alls tekið þátt í Evrópukeppni á átta tímabilum með liðum frá Íslandi, Ungverjalandi og Slóvakíu. Engin íslenska kona hefur skorað fleiri stig í Evrópukeppni (618) eða í Euroleague (155). Helena skoraði 10 stig að meðaltali í 65 Evrópuleikjum sínum að meðaltali en besta tímabilið hennar var 2006-07 með Haukum þar em hún skoraði 20,7 stig að meðaltali í leik. Yngst til að vera valin besti leikmaður Íslandsmótsins Helena var nýorðin sautján ára gömul þegar hún var fyrst kosin besti leikmaður Íslandsmótsins í lok 2004-2005 tímabilsins og bætti þar met Hönnu Bjargar Kjartansdóttur frá 1992. Á þessu sögulega tímabili þar sem Helena var lengst sextán ára gömul var hún með 22,8 stig, 13,7 fráköst og 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena var þrisvar kosin best í deildinni fyrir tuttugu ára afmælið sitt. Helena Sverrisdóttir með boltann í leik gegn Snæfelli.vísir/stefán Flestar þrennur á Íslandsmóti Helena hefur náð þrennu í 24 leikjum í deildarkeppni og 7 þrennum í úrslitakeppni á Íslandsmótinu og það er bæði met. Hún hefur átta þrennu forskot á Danielle Rodriguez, sem spilar nú með Grindavík, í deildarleikjum. Næst henni þar af íslensku stelpunum er Hildur Sigurðardóttir með átta þrennur. Í úrslitakeppninni er Helena með fjögurra þrennu forskot á Kiönu Johnson. Alls náði Helena 31 þrennu á Íslandsmótinu sem er fimmtán fleiri en næsta kona sem er Danielle Rodriguez með sextán. Yngst til að skora þrjátíu stig í leik í efstu deild Helena var aðeins 14 ára og 356 daga gömul þegar hún skorað þrjátíu stig í fyrsta sinn í leik í efstu deild en það var með Haukum á móti Keflavík 2. mars 2003. Helena var einnig með 9 fráköst, 4 stolna, 4 varin skot og 3 stoðsendingar í leiknum en hún hitti úr 60% skota utan af velli (9 af 15) og 86% vítanna (12 af 14). Helena tók ekki eitt þriggja stiga skot í leiknum. Stigahæsta íslenska konan í bandaríska háskólakörfuboltanum Helena lék í fjögur tímabil með Texas háskólanum Texas Christian University eða TCU eins og hann er oftast nefndur. Hún skoraði á þessum fjórum árum 1759 stig sem er það mesta sem íslensk kona hefur skorað samtals í bandaríska háskólakörfuboltanum. Helena var með 13,5 stig, 6,4 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í 130 leikjum fyrir skólann. Oftast valin körfuknattleikskona eða -karl ársins Helena deilir metinu með Jóni Arnóri Stefánssyni yfir að vera kosin oftast körfuknattleiksmaður eða körfuknattleikskona ársins af KKÍ en þessi verðlaun voru aðskilin árið 1998. Helena var kosin tólf sinnum körfuknattleikskona ársins en í síðasta skiptið árið 2019. Níu sinnum voru þau Jón Arnór og Helena valin best á sama ári. Helena náði að vinna þessi verðlaun ellefu ár í röð frá 2005 til 2015 sem er líka met. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska landsliðinu í 52 leikjum af þeim 81 sem hún spilaði.Vísir Oftast valin best í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og í bikarúrslitum Helena er sá leikmaður sem hefur oftast verið valin mikilvægasti leikmaðurinn í lokaúslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn sem og í bikarúrslitaleik kvenna. Hún var fjórum sinnum valin mikilvægust í úrslitaeinvígi (2007, 2018, 2019, 2021) og þrisvar sinnum valin mikilvægust í bikarúrslitaleik (2019, 2021 og 2022) Stigahæst hjá Íslandi í 52 landsleikjum Helena var stigahæsti leikmaður íslenska landsliðinu í alls 52 landsleikjum og er hún þar langefst á lista. Sú næsta var Anna María Sveinsdóttir sem náði að vera stigahæst í íslenska liðinu í 24 landsleikjum. Helena skoraði yfir tíu stig í 69 landsleikjum og yfir tuttugu stig í 29 landsleikjum. Hún braut síðan þrjátíu stiga múrinn fimm sinnum á landsliðsferlinum. Vann tvöfalt með tveimur liðum á sama tímabili Helena er sú eina í sögunni sem hefur unnið tvöfalt á tímabili þrátt fyrir að tvö mismunandi félög hafi orðið Íslandsmeistari og bikarmeistari. Helena varð Íslandsmeistari vorið 2021 með Val en síðan bikarmeistari með Haukum haustið 2021 eftir að hafa skipt um lið um sumarið. Sú bikarkeppni tilheyrði tímabilinu á undan en henni var frestað fram á haustmánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Helena var valin mikilvægust í bæði úrslitaeinvíginu um vorið sem og í bikarúrslitaleiknum um haustið.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti