Spilaði landsleik fyrir sjö dögum en er núna hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:31 Helena Sverrisdóttir fagnar titli með dætrum sínum tveimur. Vísir/Hulda Margrét Ein besta körfuboltakona Íslandssögunnar er hætt. Helena Sverrisdóttir ætlaði sér alltaf að verða best. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana. Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira
Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin Sjá meira