Afturelding bætti stigamet í 16-liða úrslitunum og voru þær nokkuð sigurstranglegar fyrir viðureignina. Í því liði eru söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir og Guðrún Ýr Eyfjörð.
Þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Arnór Smárason knattspyrnumaður eru í liði ÍA. Spennan var heldur betur mikil og réðust úrslitin í loka þrjú hint spurningunni.
Þá var spurt um íþróttafélag. Fyrir þá sem vilja ekki vita hvað lið fer áfram ættu ekki að horfa á myndbrotið hér að neðan.
Og þeir sem vilja horf á þáttinn í heild sinni, þá geta áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ gert á veitum Stöðvar 2.