Justin Jefferson: Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðið ykkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 16:30 Justin Jefferson er ekki að flýta sér til baka en Minnesota Vikings hefur spilað án hans í margar vikur. Getty/Jared C. Tilton Justin Jefferson er einn besti útherji í NFL-deildinni og ekki aðeins lykilmaður i liði Minnesota Vikings heldur einnig í mörgum fantasy liðum. Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár. NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Milljónir út um allan heim spila fantasy með leikmenn NFL-deildarinnar og það er nokkuð ljóst að Jefferson er mikilvægur fyrir sína eigendur enda vanur að skila sínu og gott betur. Þeir hinir sömu hafa ekkert getað spilað honum síðustu vikurnar þar sem Jefferson hefur verið frá vegna meiðsla. Jefferson átti mögulega að snúa aftur um síðustu helgi en var hvergi sjáanlegur. Hann fékk líka að heyra það frá pirruðum fantasy spilurum á samfélagsmiðlum. Justin Jefferson says get out of his DMs regarding fantasy pic.twitter.com/13jegtUG9u— Bleacher Report (@BleacherReport) November 21, 2023 Jefferson var augljóslega búinn að heyra aðeins of mikið að slíku og ákvað að gefa sjálfur út yfirlýsingu. „Heilsan mín er mikilvægari en fantasy fótboltaliðin ykkar,“ skrifaði Jefferson á X-ið. „Það skiptir engu máli hversu mörg skilaboð þið sendið mér um það að ég sé að eyðileggja fantasy tímabilið fyrir ykkur. Mér er alveg sama,“ skrifaði Jefferson. Jefferson tognaði aftan í læri í viku fimm og hann mátti snúa aftur í síðasta leik sem var í viku ellefu. Jefferson og þjálfari hans Kevin O'Connell segjast ekkert vera að flýta sér og að hann spili ekki fyrr en hann sé hundrað prósent. Nú eru því mestar líkur á því að hann spili ekki aftur fyrr en á móti Las Vegas Raiders 10. desember. Það taka því við nokkrar vikur í viðbót fyrir þá fantasy spilara sem völdu Jefferson snemma í fantasy í ár.
NFL Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira