„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“ Íris Hauksdóttir skrifar 26. nóvember 2023 07:00 Elenora Rós hefur fengist við fjölbreyttar áskoranir í lífinu. Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands. Sjálf segist Elenora alltaf hafa verið ofdekruð fram í fingurgóma. Með aldrinum fór svo að koma í ljós léleg upptaka líkamans á vítamínum, gallsteinar, auka lifur, léleg og sérstök nýru, krónísk magasýking, magakrampar, viðkvæmt ónæmiskerfi, mígreni, legslímuflakk, samhliða hjartagalla. Aldrei verið eins hrædd á ævinni „Ég fór í stóra aðgerð strax eftir fæðingu og hef síðan þá farið í nokkrar aðgerðir á hjartanu mínu. Aðgerð við blóðtappa, aðra til að fjarlægja gallblöðruna, enn aðra út af beinagalla í fæti, aðgerð við kviðslitum. Aðgerð til að laga á mér naflann sem er einmitt búinn til, ekki alvöru nafli og svo mætti endalaust telja. Lyf eftir lyf og innlagnir eftir innlagnir. Endalausir læknar og rannsóknir. Það er magnað að ég er ekkert nema þakklát. Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en í fyrra þegar allt hrundi eftir að nýr hjartagalli var fundin og blóðtappar fóru að myndast. Þrátt fyrir erfiðleika finnur Elenora fyrir miklu þakklæti og hefur eignast fjölmargar vinkonur í gegnum dvöl sína á spítalanum.aðsend Ég fór í aðgerðir sem gengu misvel og var vakandi í einni þeirra. Ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni. Þar fór heilsukvíði bæði gagnvart mér og fólkinu mínu að kikka inn. Ég hef verið heppin með lækna og meira að segja eignast vinkonur í gegnum spítalann. Þetta er alls ekki auðvelt en ég er lánsöm því oft fæðist fólk með þennan fæðingargalla mun veikara en ég. Í gegnum baksturinn hef ég margoft safnað fyrir barnaspítalann en það fyndna er að upphaflega var ég ranggreind því lítið var vitað um sjúkdóminn. Það var ekki fyrr en ég var í nátturufræði-tíma að læra um sjúkdóma sem ég lærði um Omphalocele og lét skoða þetta betur og var þá greind með þann sjúkdóm. Núna er ég sérstaklega þakklát fyrir hjartadeildina á HSS en hef eytt miklum tíma þar síðasta árið og læknarnir þar sem og hjúkrunarfræðingar algjört töfra fólk.“ Eldhúsið varð fljótt griðarstaður Spurð hvernig áhuginn á bakstri hafi kviknað nefnir Elenora fyrst móður sína. „Mamma kenndi mér allt sem ég kann. Hún er sérstaklega góð í gamaldags íslenskum bakstri. Hún starfaði sem dagmamma þegar ég var yngri og var mjög dugleg að baka fyrir börnin. Oft voru nýbakaðir snúðar, kleinur eða formkökur fyrir þau í kaffinu. Eða bara ilvolg skúffukaka fyrir mig þegar ég kom heim úr skólanum. Elenóra lærði snemma handtökin í eldhúsinu.aðsend Eldhúsið varð fljótt griðarstaðurinn minn og ég lærði snemma hvað matur getur sýnt mikla ást. Mér fannst ég eiginlega aldrei meira séð og elskuð en þegar ég bakaði með henni, fyrir hana eða kom heim og við sátum saman að borða nýbakaða köku. Eldhúsið hennar mömmu var öruggur staður og þar var auðvelt að líða vel.“ Aldrei fúnkerað samkvæmt norminu Sjálf segist Elenora aldrei hafa verið virkilega góða í neinu. „Ég var ekkert lélegust í bekknum en ég var heldur ekki best. Ég fékk áhuga á einhverju í fimm mínútur og nennti því svo ekki lengur. Ég var ekki vinsælust en átti samt alveg fínar vinkonur, æfði dans af alúð en var aldrei neitt voðalega góð í dansi og svona heldur listinn áfram. Ég var einhver ósýnileg en samt svo áberandi miðja og fannst ég hvergi eiga heima né tilheyra. Elenora ung að árum í heimabænum sínum Keflavík.aðsend Ég er ekki greind með adhd en held það sé ekki stök sál sem þekki mig sem geti ekki sagt að ég hef aldrei fúnkerað samkvæmt norminu. Ég var hávær en gat verið feimin, ég elskaði athygli en var sjálfri mér svo nóg. Ég hef alltaf verið mjög tilfinninganæm og hausinn minn alltaf með þúsund hugsanir og pælingar. Ég geri oft hlutina aðeins kryddaðri og flóknari en þarf. Svo byrjaði ég að baka ein. Ég byrjaði að taka uppskriftirnar hennar mömmu og baka efti skóla. Gleðja hana á mæðradaginn með kökum. Baka fyrir afmæli vinkvenna minna og fyrir viðburði í skólanum. Þetta var eins klisjukennt og það hljómar eiginlega eini staðurinn sem hugurinn minn og hjartað fékk ró. Bakstur hefur verið það fyrir mér og er það enn í dag, hugleiðsla og ró. Ég hef heyrt fólk tala um hvernig það er að byrja loksins á adhd lyfjum, eins og það fái loksins ró og frið. Það er ég þegar ég er í tengingu við baksturinn.“ Erfitt að koma ánægjunni í orð Fjórtán ára fékk Elenóra sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Elenora segir hjartað sitt slá fyrir bakaraferilinn.aðsend „Ég endurnæri sjálfa mig með því að setja hendurnar í hveiti og skapa eitthvað fallegt. Þegar ég áttaði mig á því að ég gæti glatt aðra með bakstri og hvað það gerði mikið fyrir hjartað mitt var ekki aftur snúið. Ég vissi alltaf að hefðbundið nám væri ekki fyrir mig en iðnám var ekkert sérstaklega vel metið fyrir tíu árum síðan. Það var vera pínulítil, fædd öðruvísi en flestir og stanslaust strítt, aldrei góð í neinu en finnur svo loksins eitthvað sem vekur hjá þér ástríðu og vilt halda áfram með þá er svarið ekki flókið. Baksturinn var það eina sem gaf mér von á erfiðum og dimmum tímum. Það hefur lítið breyst. Í dag finnst mér ég ekki endilega vera flottust og best en ég er reglulega stolt þegar ég baka eitthvað sem kemur fallega út og gleður aðra. Það er varla hægt að koma ánægjunni í orð. Það er enginn betri leið fyrir mig til að segja ég elska þig, hvort sem það er við mig eða aðra, en í gegnum baksturinn. Hjartað mitt slær fyrir bakarana sem ég þekki, bakaríin sem ég elska og kennarana sem kenndu mér svo margt. Allt sem gerði það að verkum að ég er bakarinn sem ég er í dag.“ Lítil stelpa að reyna passa inn í vinsældarboxið Elenora er fædd og uppalin í Keflavík. Hún segist vera mikil mömmustelpa en sé jafnframt mjög náin bróður sínum og mágkonu sem kom snemma inn í líf hennar. „Mamma er algjör klettur og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Hún hlustar á allar mínar hugmyndir og vangaveltur og hvetur mig áfram í öllu. Það hversu nánar við erum er eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu. Dætur bróður míns eru líka það dýrmætasta sem ég á. Lífið varð allt fallegra eftir að þær fæddust og ást mín á þeim er ólýsanleg.“ Elenora segir bróðurdætur sínar það dýrmætasta sem hún á.aðsend Árin í Keflavík voru þó ekki eintóm hamingja. Elenora var ekki vinamörg og lenti í harkalegu einelti framan af aldri. „Ég var í Heiðarskóla í Keflavík. Hryllilega feimin og hlédræg en gat samt ekki hætt að tala. Ég var ekki vinamörg en í góðum vinkonuhóp. Ég lagði mikið á mig, var metnaðarfull og fékk sæmilegar einkunnir og var alltaf í kapphlaupi að standa mig vel. Mér hundleiddist íþróttir og sund en elskaði smíði og matreiðslu. Það er bæði jákvætt og neikvætt að alast upp í minna samfélagi eins og Keflavík var á þessum tíma. Ég lenti því miður eins og mörg börn í einelti. Ég fæddist með fæðingargalla og fékk mikið að heyra um það í búningsklefanum fyrir íþróttir og sund. Ég var með ljót ör, skrýtin nafla og alltof horuð. Að auki fékk ég oft að heyra allskonar ljóta hluti, til dæmis þegar pabbi einnar stelpunnar var víst alltaf að segja að ég væri með svo ljót augu, mamma einnar sagði að ég væri svo grönn að það væri ábyggilega verið að svelta mig heima, og að mamma einnar væri regulega að ræða það hvað foreldrar mínir hlytu að vera fátækir því ég var farin að vinna 14 ára. Það má með sanni segja að börn hafa það sem fyrir þeim er haft og aðgát skal höfð í nærveru lítilla sála. Ég var ekki heldur saklaus, enda bara lítil stelpa sem þráði að passa inn í vinsældar boxið. Elenora varð fyrir miklu einelti sem barn og fékk að lengi vel að heyra mjög ljóta hluti um sig.aðsend Ég var skrautlegur persónuleiki, hávær, aktív, öðruvísi, litrík, drifin, hlédræg, nægjusöm og full af eiginleikum sem ég leyfði að skína. Þrátt fyrir einelti var skólagangan allskonar og óháð erfiðleikunum er gott að geta horft tilbaka með þakklæti í hjarta.“ Sorglega ung farin að óska eftir lýtaaðgerðum Elenora hefur með aðstoð fagaðilla náð að vinna mikið í sárum minningum grunnskólatímans sem og unglingsáranna sem voru að hennar sögn dimm og þung. „Ég var sorglega ung farin að óska eftir lýtaaðgerðum og liggja grátandi í örmum móður minnar því mér var svo strítt fyrir einstakt útlit mitt. Ég var ung farin að fá alvarleg ofsakviðaköst, farin að fá hugsanir sem engin sál á að þurfa að ganga með. Sem betur fer var ég gripin vel af öllum í kringum mig og veit betur í dag en litla ég vissi þá.“ Eftir að grunnskólagöngu lauk skráði Elenora sig í Menntaskólann í Kópavogi. Það kom aldrei til greina að halda skólagöngu áfram í Keflavík. „Ég dýrkaði menntaskólagönguna mína frá byrjun til enda og er svo þakklát fyrri að hafa farið í iðnnám. Ég mæli með því fyrir alla. Kennararnir voru mér svo dýrmætir og ég í góðu sambandi við fjölmarga í skólanum. Ég var í bekkjarkerfi með yndislegu fólki sem var stuðningsríkt og skemmtilegt. Elenora nýtur í dag lífsins í fallegu borginni London.aðsend Ég lærði allskonar nýtt og skemmtilegt eins og næringafræði, skyndihjálp, vínfræði og næringafræði. Ég eignaðist frábæra vini, skemmti mér vel, lærði heilmikið og við gerðum ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt. Námið var frábært og ég útskrifaðist þaðan með framúrskarandi árangu og verðlaun.“ Kom út úr skápnum í sumarbústaðaferð Þrjú ár eru nú síðan Elenora steig formlega út úr skápnum eftir margra ára höfnun á eigin tilfinningum. „Þær lessur sem ég vissi um þegar ég var að alast upp voru stutthærðar stereotýpur sem ég tengdi ekkert við. Ég var þvílíkt stelpuleg, elskaði kjóla og allt sem var bleikt með glimmeri. Elenora elskar að eigin sögn glimmer, kökur og bleika kjóla.aðsend Ég var skotin í strákum eins og normið var – eða svo hélt ég. Mér fannst þeir samt ömurlegir og óspennandi og tengdi aldrei við vinkonur mínar sem voru skotnar í strákum. Það var ekki fyrr en ég kynntist stelpu og varð mjög náin henni. Við kyssumst alveg út í bláinn og þá fékk ég í fyrsta skipti fiðrildakipp í magann. Ég skammaðist mín rosalega og fór í þvílíka höfnun. Ég virkilega píndi mig til að deita gaura sem ég hafði engann áhuga á. Vinkonur mínar hlógu oft að því hversu skringilega ég talaði um stráka en væri mun innilegri um stelpur. Ég kom svo formlega út úr skápnum eftir sumarbústaðarferð árið 2020. Þrjú ár eru nú síðan Elenora kom út úr skápnum.aðsend Umræðan þar var mjög neikvæð í garð hinsegin fólks. Ég var við það að springa því ég vissi sannleikann um mig. Mamma sá strax að eitthvað var að og ég brotnaði niður og sagði henni að ég væri skotin í stelpu. Fréttir sem komu henni ekkert á óvart og hún tók ofsalega vel. Næstu vikur fóru í að segja fólkinu mínu frá. Elenora segir viðbrögð fólks hafa verið mismunandi og viðurkennir að hún hafi verið logandi hrædd. Sem betur fer sýndu flestir stuðning og margir sögðust hafa vitað þetta. Því miður upplifi ég samt líka fordóma, ljóta orðræðu og undarleg viðbrögð bæði frá nákomnum aðillum sem og ókunnugum. Ég veit hreinlega ekki hvort er skrítnara. Í dag er ég alsæl og ofsalega stolt lesbía, lifi mjög hinsegin lífi í opnu London þar sem allir fá að skína og vera þeir sjálfir. Frá hinsegin vinum yfir í hinsegin hverfi og hinsegin viðburði þá hef ég svo sannarlega lært að elska þessa fallegu dýrmætu hlið af mér. Ástin er það allra fallegasta sem til er. Elti drauminn til London Í byrjun þessa árs flutti Elenora til London þar sem hún starfar í heimsþekktu bakaríi. Ég heimsótti borgina fyrst árið 2018. Fallegasta borg alheims þar sem mér fannst ég strax vera heima. Draumurinn var alltaf að flytja hingað. Elenora vissi strax að London yrði sitt annað heimili.aðsend Ég ætlaði fyrst hingað árið 2021 eftir útskrift í frekara bakstursnám en heimsfaraldurinn og Brexit komu í veg fyrir það. Ég fékk síðan alvarlegt taugaáfall í lok árs 2021 eftir líkamleg veikindi samhliða persónulegum áföllum og alltof mikilli pressu, vinnu og álagi. Í byrjun þessa árs kom svo tækifærið og ég ákvað að flytja. Ég er ung, einleyp, ábyrgðarlaus og barnslaus. Það var ekkert að festa mig á Íslandi og þetta væri réttur tími. Mér bauðst strax frábæra íbúð, var komin með drauma vinnunna og allt gekk eins og þetta væri svo skrifað í skýin. Ég á íbúð heima sem ég setti á leigu, seldi bílinn minn, sagði upp vinnunni. Á innan við mánuði var ég mætt hingað út og þrátt fyrir að vera draum að rætast féllu líka mörg tárin.“ Heima er ekki hús með þaki heldur tilfinning í hjartanu Elenora segir þúsund dyr hafi opnast við komuna til London og hún hafi skyndilega skilið hvað heimurinn er stór. „Ísland er svo einangrað samfélag. Hér er fjölbreytileikinn svo áberandi, allskonar þjóðerni og allir fá að vera með. Ég er að vinna með fólki frá löndum sem ég hef varla heyrt um og upplifi glænýja menningu. Stórt samfélag fjölbreytts hóps af fólki tók Elenoru fagnandi við flutningana út.aðsend Þetta hefur verið gríðarlega þroskandi og í dag sé ég hluti frá nýjum sjónarhornum. Ekki síst hvað varðar baksturinn. Í dag á ég allskyns nýja drauma sem mig óraði ekki fyrir áður. Ég var heppin því stórt samfélag af yndislegu fólki bauð mig velkomna þegar ég flutti. Ég er í hinsegin matarklúbbi, bókaklúbbi og skrifklúbbi, eins hef ég eignaðist yndislega vini í vinnunni og hef verið upptekin frá því ég steig fæti hér í stórborgina. Ég hef líka kynnst nokkrum af mínum stærstu fyrirmyndum í brasanum og finnst óraunverulegt að hugsa til þess að í dag hitti ég fólk sem ég var vön að fá hraðan hjartslátt yfir í venjulegan á hádegismat á þriðjudegi í gott spjall.“ Hún viðurkennir þó að á köflum sé stórborgarlífið krefjandi. „Það koma oft kvöld þar sem mig langar bara í mömmumat og faðmlag frá mömmu. Ég er kona sem elskar fólkið sitt mjög fast og eins mikið og ég elska lífið mitt hér í London og allt hefur breyst til hins betra eftir að ég flutti þá eru oft hlutir krefjandi. Ég hef lært það að hjartað mitt á tvö heimili. Heima er ekki hús með þaki heldur tilfinning í hjartanu. Og ég geri ekkert nema með öllu hjartanu. Elenora tók nýverið að sér samstarf við sælgætisgerðina Freyju.Thelma Arngríms Ég er 22 ára metsöluhöfundur, útskrifuð bakari, vinn í heimsþekktu bakaríi í daumaborginni minni og var núna nýlega að gefa út vörur með sælgætisgerðinni Freyju. Allt þetta hefur kostað mikla orku, þvílíka vinnu, aga og metnaði. Það skiptir svo miklu máli að lifa lífinu með hjartanu og þora að taka áhættur og elta drauma. Það er ekki stakur hlutur sem gerist innan í þægindahringnum og þó svo hlutir séu krefjandi, ógandi og erfiðir þá verða þeir oft mest gefandi, skemmtilegu og spennandi tímamótin í lífinu manns sem hafa áhrifin. Því hvet ég alla til að taka stökkið, fylgja hjartanu, elta drauminn og vera óhrædd að lifa lífinu til fulls.“ Matur Tímamót Tengdar fréttir „Þó svo að þú sért lítil þýðir það ekki að þú getir ekki verið stærri manneskjan“ Bakarinn Elenora Rós Georgsdóttir er lífskúnstner mikill sem segist stanslaust upplifa sig sem eina stóra tilfinningasprengju. Hún gaf út bókina Bakað meira á dögunum og sækir meðal annars innblástur í sæt bakarí og fallega staði. Elenora er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. desember 2022 11:31 „Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. 16. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Sjálf segist Elenora alltaf hafa verið ofdekruð fram í fingurgóma. Með aldrinum fór svo að koma í ljós léleg upptaka líkamans á vítamínum, gallsteinar, auka lifur, léleg og sérstök nýru, krónísk magasýking, magakrampar, viðkvæmt ónæmiskerfi, mígreni, legslímuflakk, samhliða hjartagalla. Aldrei verið eins hrædd á ævinni „Ég fór í stóra aðgerð strax eftir fæðingu og hef síðan þá farið í nokkrar aðgerðir á hjartanu mínu. Aðgerð við blóðtappa, aðra til að fjarlægja gallblöðruna, enn aðra út af beinagalla í fæti, aðgerð við kviðslitum. Aðgerð til að laga á mér naflann sem er einmitt búinn til, ekki alvöru nafli og svo mætti endalaust telja. Lyf eftir lyf og innlagnir eftir innlagnir. Endalausir læknar og rannsóknir. Það er magnað að ég er ekkert nema þakklát. Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en í fyrra þegar allt hrundi eftir að nýr hjartagalli var fundin og blóðtappar fóru að myndast. Þrátt fyrir erfiðleika finnur Elenora fyrir miklu þakklæti og hefur eignast fjölmargar vinkonur í gegnum dvöl sína á spítalanum.aðsend Ég fór í aðgerðir sem gengu misvel og var vakandi í einni þeirra. Ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni. Þar fór heilsukvíði bæði gagnvart mér og fólkinu mínu að kikka inn. Ég hef verið heppin með lækna og meira að segja eignast vinkonur í gegnum spítalann. Þetta er alls ekki auðvelt en ég er lánsöm því oft fæðist fólk með þennan fæðingargalla mun veikara en ég. Í gegnum baksturinn hef ég margoft safnað fyrir barnaspítalann en það fyndna er að upphaflega var ég ranggreind því lítið var vitað um sjúkdóminn. Það var ekki fyrr en ég var í nátturufræði-tíma að læra um sjúkdóma sem ég lærði um Omphalocele og lét skoða þetta betur og var þá greind með þann sjúkdóm. Núna er ég sérstaklega þakklát fyrir hjartadeildina á HSS en hef eytt miklum tíma þar síðasta árið og læknarnir þar sem og hjúkrunarfræðingar algjört töfra fólk.“ Eldhúsið varð fljótt griðarstaður Spurð hvernig áhuginn á bakstri hafi kviknað nefnir Elenora fyrst móður sína. „Mamma kenndi mér allt sem ég kann. Hún er sérstaklega góð í gamaldags íslenskum bakstri. Hún starfaði sem dagmamma þegar ég var yngri og var mjög dugleg að baka fyrir börnin. Oft voru nýbakaðir snúðar, kleinur eða formkökur fyrir þau í kaffinu. Eða bara ilvolg skúffukaka fyrir mig þegar ég kom heim úr skólanum. Elenóra lærði snemma handtökin í eldhúsinu.aðsend Eldhúsið varð fljótt griðarstaðurinn minn og ég lærði snemma hvað matur getur sýnt mikla ást. Mér fannst ég eiginlega aldrei meira séð og elskuð en þegar ég bakaði með henni, fyrir hana eða kom heim og við sátum saman að borða nýbakaða köku. Eldhúsið hennar mömmu var öruggur staður og þar var auðvelt að líða vel.“ Aldrei fúnkerað samkvæmt norminu Sjálf segist Elenora aldrei hafa verið virkilega góða í neinu. „Ég var ekkert lélegust í bekknum en ég var heldur ekki best. Ég fékk áhuga á einhverju í fimm mínútur og nennti því svo ekki lengur. Ég var ekki vinsælust en átti samt alveg fínar vinkonur, æfði dans af alúð en var aldrei neitt voðalega góð í dansi og svona heldur listinn áfram. Ég var einhver ósýnileg en samt svo áberandi miðja og fannst ég hvergi eiga heima né tilheyra. Elenora ung að árum í heimabænum sínum Keflavík.aðsend Ég er ekki greind með adhd en held það sé ekki stök sál sem þekki mig sem geti ekki sagt að ég hef aldrei fúnkerað samkvæmt norminu. Ég var hávær en gat verið feimin, ég elskaði athygli en var sjálfri mér svo nóg. Ég hef alltaf verið mjög tilfinninganæm og hausinn minn alltaf með þúsund hugsanir og pælingar. Ég geri oft hlutina aðeins kryddaðri og flóknari en þarf. Svo byrjaði ég að baka ein. Ég byrjaði að taka uppskriftirnar hennar mömmu og baka efti skóla. Gleðja hana á mæðradaginn með kökum. Baka fyrir afmæli vinkvenna minna og fyrir viðburði í skólanum. Þetta var eins klisjukennt og það hljómar eiginlega eini staðurinn sem hugurinn minn og hjartað fékk ró. Bakstur hefur verið það fyrir mér og er það enn í dag, hugleiðsla og ró. Ég hef heyrt fólk tala um hvernig það er að byrja loksins á adhd lyfjum, eins og það fái loksins ró og frið. Það er ég þegar ég er í tengingu við baksturinn.“ Erfitt að koma ánægjunni í orð Fjórtán ára fékk Elenóra sitt fyrsta launaða starf í bakaríi og hefur ekki litið til baka síðan. Elenora segir hjartað sitt slá fyrir bakaraferilinn.aðsend „Ég endurnæri sjálfa mig með því að setja hendurnar í hveiti og skapa eitthvað fallegt. Þegar ég áttaði mig á því að ég gæti glatt aðra með bakstri og hvað það gerði mikið fyrir hjartað mitt var ekki aftur snúið. Ég vissi alltaf að hefðbundið nám væri ekki fyrir mig en iðnám var ekkert sérstaklega vel metið fyrir tíu árum síðan. Það var vera pínulítil, fædd öðruvísi en flestir og stanslaust strítt, aldrei góð í neinu en finnur svo loksins eitthvað sem vekur hjá þér ástríðu og vilt halda áfram með þá er svarið ekki flókið. Baksturinn var það eina sem gaf mér von á erfiðum og dimmum tímum. Það hefur lítið breyst. Í dag finnst mér ég ekki endilega vera flottust og best en ég er reglulega stolt þegar ég baka eitthvað sem kemur fallega út og gleður aðra. Það er varla hægt að koma ánægjunni í orð. Það er enginn betri leið fyrir mig til að segja ég elska þig, hvort sem það er við mig eða aðra, en í gegnum baksturinn. Hjartað mitt slær fyrir bakarana sem ég þekki, bakaríin sem ég elska og kennarana sem kenndu mér svo margt. Allt sem gerði það að verkum að ég er bakarinn sem ég er í dag.“ Lítil stelpa að reyna passa inn í vinsældarboxið Elenora er fædd og uppalin í Keflavík. Hún segist vera mikil mömmustelpa en sé jafnframt mjög náin bróður sínum og mágkonu sem kom snemma inn í líf hennar. „Mamma er algjör klettur og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Hún hlustar á allar mínar hugmyndir og vangaveltur og hvetur mig áfram í öllu. Það hversu nánar við erum er eitt af því sem ég er þakklátust fyrir í lífinu. Dætur bróður míns eru líka það dýrmætasta sem ég á. Lífið varð allt fallegra eftir að þær fæddust og ást mín á þeim er ólýsanleg.“ Elenora segir bróðurdætur sínar það dýrmætasta sem hún á.aðsend Árin í Keflavík voru þó ekki eintóm hamingja. Elenora var ekki vinamörg og lenti í harkalegu einelti framan af aldri. „Ég var í Heiðarskóla í Keflavík. Hryllilega feimin og hlédræg en gat samt ekki hætt að tala. Ég var ekki vinamörg en í góðum vinkonuhóp. Ég lagði mikið á mig, var metnaðarfull og fékk sæmilegar einkunnir og var alltaf í kapphlaupi að standa mig vel. Mér hundleiddist íþróttir og sund en elskaði smíði og matreiðslu. Það er bæði jákvætt og neikvætt að alast upp í minna samfélagi eins og Keflavík var á þessum tíma. Ég lenti því miður eins og mörg börn í einelti. Ég fæddist með fæðingargalla og fékk mikið að heyra um það í búningsklefanum fyrir íþróttir og sund. Ég var með ljót ör, skrýtin nafla og alltof horuð. Að auki fékk ég oft að heyra allskonar ljóta hluti, til dæmis þegar pabbi einnar stelpunnar var víst alltaf að segja að ég væri með svo ljót augu, mamma einnar sagði að ég væri svo grönn að það væri ábyggilega verið að svelta mig heima, og að mamma einnar væri regulega að ræða það hvað foreldrar mínir hlytu að vera fátækir því ég var farin að vinna 14 ára. Það má með sanni segja að börn hafa það sem fyrir þeim er haft og aðgát skal höfð í nærveru lítilla sála. Ég var ekki heldur saklaus, enda bara lítil stelpa sem þráði að passa inn í vinsældar boxið. Elenora varð fyrir miklu einelti sem barn og fékk að lengi vel að heyra mjög ljóta hluti um sig.aðsend Ég var skrautlegur persónuleiki, hávær, aktív, öðruvísi, litrík, drifin, hlédræg, nægjusöm og full af eiginleikum sem ég leyfði að skína. Þrátt fyrir einelti var skólagangan allskonar og óháð erfiðleikunum er gott að geta horft tilbaka með þakklæti í hjarta.“ Sorglega ung farin að óska eftir lýtaaðgerðum Elenora hefur með aðstoð fagaðilla náð að vinna mikið í sárum minningum grunnskólatímans sem og unglingsáranna sem voru að hennar sögn dimm og þung. „Ég var sorglega ung farin að óska eftir lýtaaðgerðum og liggja grátandi í örmum móður minnar því mér var svo strítt fyrir einstakt útlit mitt. Ég var ung farin að fá alvarleg ofsakviðaköst, farin að fá hugsanir sem engin sál á að þurfa að ganga með. Sem betur fer var ég gripin vel af öllum í kringum mig og veit betur í dag en litla ég vissi þá.“ Eftir að grunnskólagöngu lauk skráði Elenora sig í Menntaskólann í Kópavogi. Það kom aldrei til greina að halda skólagöngu áfram í Keflavík. „Ég dýrkaði menntaskólagönguna mína frá byrjun til enda og er svo þakklát fyrri að hafa farið í iðnnám. Ég mæli með því fyrir alla. Kennararnir voru mér svo dýrmætir og ég í góðu sambandi við fjölmarga í skólanum. Ég var í bekkjarkerfi með yndislegu fólki sem var stuðningsríkt og skemmtilegt. Elenora nýtur í dag lífsins í fallegu borginni London.aðsend Ég lærði allskonar nýtt og skemmtilegt eins og næringafræði, skyndihjálp, vínfræði og næringafræði. Ég eignaðist frábæra vini, skemmti mér vel, lærði heilmikið og við gerðum ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt. Námið var frábært og ég útskrifaðist þaðan með framúrskarandi árangu og verðlaun.“ Kom út úr skápnum í sumarbústaðaferð Þrjú ár eru nú síðan Elenora steig formlega út úr skápnum eftir margra ára höfnun á eigin tilfinningum. „Þær lessur sem ég vissi um þegar ég var að alast upp voru stutthærðar stereotýpur sem ég tengdi ekkert við. Ég var þvílíkt stelpuleg, elskaði kjóla og allt sem var bleikt með glimmeri. Elenora elskar að eigin sögn glimmer, kökur og bleika kjóla.aðsend Ég var skotin í strákum eins og normið var – eða svo hélt ég. Mér fannst þeir samt ömurlegir og óspennandi og tengdi aldrei við vinkonur mínar sem voru skotnar í strákum. Það var ekki fyrr en ég kynntist stelpu og varð mjög náin henni. Við kyssumst alveg út í bláinn og þá fékk ég í fyrsta skipti fiðrildakipp í magann. Ég skammaðist mín rosalega og fór í þvílíka höfnun. Ég virkilega píndi mig til að deita gaura sem ég hafði engann áhuga á. Vinkonur mínar hlógu oft að því hversu skringilega ég talaði um stráka en væri mun innilegri um stelpur. Ég kom svo formlega út úr skápnum eftir sumarbústaðarferð árið 2020. Þrjú ár eru nú síðan Elenora kom út úr skápnum.aðsend Umræðan þar var mjög neikvæð í garð hinsegin fólks. Ég var við það að springa því ég vissi sannleikann um mig. Mamma sá strax að eitthvað var að og ég brotnaði niður og sagði henni að ég væri skotin í stelpu. Fréttir sem komu henni ekkert á óvart og hún tók ofsalega vel. Næstu vikur fóru í að segja fólkinu mínu frá. Elenora segir viðbrögð fólks hafa verið mismunandi og viðurkennir að hún hafi verið logandi hrædd. Sem betur fer sýndu flestir stuðning og margir sögðust hafa vitað þetta. Því miður upplifi ég samt líka fordóma, ljóta orðræðu og undarleg viðbrögð bæði frá nákomnum aðillum sem og ókunnugum. Ég veit hreinlega ekki hvort er skrítnara. Í dag er ég alsæl og ofsalega stolt lesbía, lifi mjög hinsegin lífi í opnu London þar sem allir fá að skína og vera þeir sjálfir. Frá hinsegin vinum yfir í hinsegin hverfi og hinsegin viðburði þá hef ég svo sannarlega lært að elska þessa fallegu dýrmætu hlið af mér. Ástin er það allra fallegasta sem til er. Elti drauminn til London Í byrjun þessa árs flutti Elenora til London þar sem hún starfar í heimsþekktu bakaríi. Ég heimsótti borgina fyrst árið 2018. Fallegasta borg alheims þar sem mér fannst ég strax vera heima. Draumurinn var alltaf að flytja hingað. Elenora vissi strax að London yrði sitt annað heimili.aðsend Ég ætlaði fyrst hingað árið 2021 eftir útskrift í frekara bakstursnám en heimsfaraldurinn og Brexit komu í veg fyrir það. Ég fékk síðan alvarlegt taugaáfall í lok árs 2021 eftir líkamleg veikindi samhliða persónulegum áföllum og alltof mikilli pressu, vinnu og álagi. Í byrjun þessa árs kom svo tækifærið og ég ákvað að flytja. Ég er ung, einleyp, ábyrgðarlaus og barnslaus. Það var ekkert að festa mig á Íslandi og þetta væri réttur tími. Mér bauðst strax frábæra íbúð, var komin með drauma vinnunna og allt gekk eins og þetta væri svo skrifað í skýin. Ég á íbúð heima sem ég setti á leigu, seldi bílinn minn, sagði upp vinnunni. Á innan við mánuði var ég mætt hingað út og þrátt fyrir að vera draum að rætast féllu líka mörg tárin.“ Heima er ekki hús með þaki heldur tilfinning í hjartanu Elenora segir þúsund dyr hafi opnast við komuna til London og hún hafi skyndilega skilið hvað heimurinn er stór. „Ísland er svo einangrað samfélag. Hér er fjölbreytileikinn svo áberandi, allskonar þjóðerni og allir fá að vera með. Ég er að vinna með fólki frá löndum sem ég hef varla heyrt um og upplifi glænýja menningu. Stórt samfélag fjölbreytts hóps af fólki tók Elenoru fagnandi við flutningana út.aðsend Þetta hefur verið gríðarlega þroskandi og í dag sé ég hluti frá nýjum sjónarhornum. Ekki síst hvað varðar baksturinn. Í dag á ég allskyns nýja drauma sem mig óraði ekki fyrir áður. Ég var heppin því stórt samfélag af yndislegu fólki bauð mig velkomna þegar ég flutti. Ég er í hinsegin matarklúbbi, bókaklúbbi og skrifklúbbi, eins hef ég eignaðist yndislega vini í vinnunni og hef verið upptekin frá því ég steig fæti hér í stórborgina. Ég hef líka kynnst nokkrum af mínum stærstu fyrirmyndum í brasanum og finnst óraunverulegt að hugsa til þess að í dag hitti ég fólk sem ég var vön að fá hraðan hjartslátt yfir í venjulegan á hádegismat á þriðjudegi í gott spjall.“ Hún viðurkennir þó að á köflum sé stórborgarlífið krefjandi. „Það koma oft kvöld þar sem mig langar bara í mömmumat og faðmlag frá mömmu. Ég er kona sem elskar fólkið sitt mjög fast og eins mikið og ég elska lífið mitt hér í London og allt hefur breyst til hins betra eftir að ég flutti þá eru oft hlutir krefjandi. Ég hef lært það að hjartað mitt á tvö heimili. Heima er ekki hús með þaki heldur tilfinning í hjartanu. Og ég geri ekkert nema með öllu hjartanu. Elenora tók nýverið að sér samstarf við sælgætisgerðina Freyju.Thelma Arngríms Ég er 22 ára metsöluhöfundur, útskrifuð bakari, vinn í heimsþekktu bakaríi í daumaborginni minni og var núna nýlega að gefa út vörur með sælgætisgerðinni Freyju. Allt þetta hefur kostað mikla orku, þvílíka vinnu, aga og metnaði. Það skiptir svo miklu máli að lifa lífinu með hjartanu og þora að taka áhættur og elta drauma. Það er ekki stakur hlutur sem gerist innan í þægindahringnum og þó svo hlutir séu krefjandi, ógandi og erfiðir þá verða þeir oft mest gefandi, skemmtilegu og spennandi tímamótin í lífinu manns sem hafa áhrifin. Því hvet ég alla til að taka stökkið, fylgja hjartanu, elta drauminn og vera óhrædd að lifa lífinu til fulls.“
Matur Tímamót Tengdar fréttir „Þó svo að þú sért lítil þýðir það ekki að þú getir ekki verið stærri manneskjan“ Bakarinn Elenora Rós Georgsdóttir er lífskúnstner mikill sem segist stanslaust upplifa sig sem eina stóra tilfinningasprengju. Hún gaf út bókina Bakað meira á dögunum og sækir meðal annars innblástur í sæt bakarí og fallega staði. Elenora er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. desember 2022 11:31 „Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. 16. nóvember 2022 06:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Þó svo að þú sért lítil þýðir það ekki að þú getir ekki verið stærri manneskjan“ Bakarinn Elenora Rós Georgsdóttir er lífskúnstner mikill sem segist stanslaust upplifa sig sem eina stóra tilfinningasprengju. Hún gaf út bókina Bakað meira á dögunum og sækir meðal annars innblástur í sæt bakarí og fallega staði. Elenora er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3. desember 2022 11:31
„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. 16. nóvember 2022 06:01