Fjallað var um þeirra sambúð í síðasta þætti í gærkvöldi.
Nadía talaði strax um að hún væri nú ekki góður bílstjóri en litlu munaði að þær hefðu lent í árekstri þegar Nadía svínaði fyrir annan ökumann. Það var mikið sjokk fyrir þá ungu en þá var ekkert annað í stöðunni en fara beint í Sporthúsið og dansa við ABBA.
Þættirnir Sambúðin hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum. Í þáttunum er fylgst með sex pörum sem saman sett eru af einni manneskju sem komin er á eftirlaunaaldur og annarri ungri manneskju um tvítugt.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í heild sinni á veitum Stöðvar 2.