Trúarlegt óþol Sindri Geir Óskarsson skrifar 24. nóvember 2023 08:30 Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég upplifi stundum að samfélagið okkar sé plagað af trúarlegu óþoli, já eða bara kristnu óþoli. Samfélagið sem flaggar því rækilega að fjölbreytileikanum sé fagnað virðist á köflum eiga afskaplega erfitt með að kyngja því að kristin trúfélög og kristin menningararfleið sé órjúfanlegur hluti af þessu fjölbreytta samfélagi samtímans. Tjah, ekki nóg með það, þá megum við þakka kristnum munkum og prestum það að hafa varðveitt menningararfinn, skrifað upp handritin, bjargað íslensku ritmáli með þýðingu Nýja testamentisins, stutt við sjálfstæðisbaráttuna. Já, sama hvað fólkið sem amast yfir kirkju og kristni getur réttilega eða ómaklega talið fram til að halda málstað sínum til streitu - þá er íslenskt samfélag til í dag vegna þátttöku kirkjunnar í samfélaginu. Nýlega átti sér stað umræða á samfélagsmiðlum þar sem það er gert varhugavert eða óeðlilegt að Kristniboðssambandið hljóti örlítið framlag af endursölu á textíl sem berst til Sorpu. Fólk vill nefnilega ekki styðja við kristniboð heldur hjálparstarf og fulltrúi Sorpu segir í viðtali við DV að þetta eigi að taka til endurskoðunar[1]. En hvað þarf að endurskoða? Er það niðurstaðan í þessu samfélagi fjölbreytileika, virðingar og víðsýni að það þurfi að óttast það sem er trúarlegt og afskrifa það sem óæskilegt eða slæmt? Kristniboðssambandið er tæplega 100 ára gamalt félag með merkilega sögu og getur státað af því að hafa með litlum efnum, en gífurlegri fórnfýsi, trú von og kærleik sjálfboðaliða sinna umbreytt heilu samfélögunum á sínum starfssvæðum. Bara í Pokot héraði Kenýu þar sem Kristniboðssambandið hefur starfað undanfarna áratugi hefur sú kirkja sem Íslenskir kristniboðar stofnuðu getið af sér 150 grunnskóla, 34 menntaskóla, 2 munaðarleysingjaheimili, þar var rekið byggðaþróunarverkefni í fjölda ára auk þess sem kirkjan hefur kostað menntun innfæddra presta og djákna. Þetta litla félag hér heima sem nú á að endurskoða hvort fái brotabrot af hagnaðinum af endursölu notaðs textíls frá Sorpu hefur unnið stórbrotið hjálpar- og þróunarstarf. Ein af stærstu aðgerðunum sem þarf að ráðast í til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að mennta stúlkur í fátækari löndum. Ef einhver samtök á Íslandi hafa staðið sig í því undanfarna áratugi, þá eru það Kristniboðssamtökin. Getum við leyft okkur að staldra við áður en við stökkvum á vagn trúarlega óþolsins og reynt að gangast við því að þetta sé virkilega samfélag fjölbreytileikans þar sem við erum reiðubúin að lifa í sátt við þau sem eru ólík okkur, eða aðhyllast aðra trú en við? Ég er fullviss að þá ættum við auðveldara með að sjá allt það góða í kringum okkur, sjá allt það sem sameinar okkur frekar en það sem sundrar. Njótum dagsins. Höfundur er prestur á Akureyri.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar