Leikmenn Everton láta ekki deigan síga þrátt fyrir stigamissi Siggeir Ævarsson skrifar 25. nóvember 2023 13:00 Sean Dyche er litríkur karakter, svo ekki sé fastar að orði kveðið Vísir/Getty Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir að leikmenn hans séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir að tíu stig hafi verið dæmd af liðinu og þetta mál muni einfaldlega blása bæði leikmönnum og aðdáendum eldmóð í brjóst. Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Everton hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið sex af níu síðustu leikjum í öllum keppnum. Liðið var komið í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar áður en stigin voru dregin af því og situr nú í 19. sæti með fjögur stig. Dyche segir að leikmenn liðsins hafi brugðist hratt við í spjallhópi þeirra á WhatsApp og þeir líti einfaldlega á þetta sem eina áskorun enn sem þeir ætli að yfirstíga eins og aðrar. Sjálfur sagði Dyche í samtali við Guardian að honum hafi aldrei skort sjálfstraust sem knattspyrnustjóri og á því sé engin breyting núna. „Mig hefur aldrei skort sjálfstraust og trú á eigin hæfileika, trú á hæfileika þjálfarateymis míns eða leikmanna. Frá því að ég kom hingað hefur mig aldrei skort sjálfstraust og ef við tölum bara hreint út þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða tíma. En þetta snýst ekki bara um sjálfstraust. Þú verður að vinna leiki og þetta er bara enn ein stór áskorun.“ Everton tekur á móti Manchester United á morgun og er það fyrsti leikur liðsins eftir að dómurinn féll. Stuðningsmenn liðsins hafa skipulagt mótmæli fyrir leikinn en Everton hefur áfrýjað dómnum og er ekki útséð með hvort stigin tíu eru endanlega glötuð eða ekki. BBC Breakfast coverage of the protest last night @ToffeesInLondon https://t.co/RtAadHyWH4 pic.twitter.com/Nzpd6U5njs— Everton Montreal (@EvertonMontreal) November 25, 2023
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Tíu stig dregin af Everton Tíu stig hafa verið dregin af Everton í ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. 17. nóvember 2023 12:37