Þungt haldinn eftir eldsvoða í Árbæ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 07:21 Búið er að ráða niðurlögum eldsins og unnið er að reykræstingu. Vísir Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík snemma í morgun. Einn er þungt haldinn. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn um klukkan 5:50 í morgun. „Þetta leit illa út, það var tilkynnt um að fólk væri hugsanlega fast jafnvel inni og að einhverjir væru að stökkva út um glugga“, segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið mætti á staðinn hafði mikill fjöldi fólks komist út úr húsnæðinu en einum var bjargað út. Þrír voru fluttir á slysadeild en að sögn Stefáns er sá sem bjargað var út þungt haldinn. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu leit útkallið illa út þegar það barst um klukkan 5:50 í morgun. Vísir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og eru enn á staðnum, en verið er að draga úr viðbragði. Búið er að slökkva eldinn og unnið að reykræstingu. Aðspurður um hvort íbúðarhúsnæði sé að ræða segir Stefán að húsnæðið sé ekki byggt sem slíkt en búið hafi verið að útbúa litlar íbúðir innan þess. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út þegar eldur kom upp í Árbæ snemma í morgun.Vísir Uppfært klukkan 8:15. Upphaflega bárust upplýsingar um að fjórir hefðu verið fluttir á slysadeild en þeir voru þrír. Rannsóknarlögregla var að mæta á vettvang og er rannsókn hafin á upptökum eldsins. Slökkvilið hefur dregið úr viðbragði en einn bíll frá þeim er nú á staðnum. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Slökkviliði barst tilkynning um eldinn um klukkan 5:50 í morgun. „Þetta leit illa út, það var tilkynnt um að fólk væri hugsanlega fast jafnvel inni og að einhverjir væru að stökkva út um glugga“, segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Þegar slökkvilið mætti á staðinn hafði mikill fjöldi fólks komist út úr húsnæðinu en einum var bjargað út. Þrír voru fluttir á slysadeild en að sögn Stefáns er sá sem bjargað var út þungt haldinn. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu leit útkallið illa út þegar það barst um klukkan 5:50 í morgun. Vísir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og eru enn á staðnum, en verið er að draga úr viðbragði. Búið er að slökkva eldinn og unnið að reykræstingu. Aðspurður um hvort íbúðarhúsnæði sé að ræða segir Stefán að húsnæðið sé ekki byggt sem slíkt en búið hafi verið að útbúa litlar íbúðir innan þess. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út þegar eldur kom upp í Árbæ snemma í morgun.Vísir Uppfært klukkan 8:15. Upphaflega bárust upplýsingar um að fjórir hefðu verið fluttir á slysadeild en þeir voru þrír. Rannsóknarlögregla var að mæta á vettvang og er rannsókn hafin á upptökum eldsins. Slökkvilið hefur dregið úr viðbragði en einn bíll frá þeim er nú á staðnum.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Stangarhyl Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira