Innlent

Sprengi­sandur: Marel, stríðs­fangar, efna­hags­mál og jarð­hræringar

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Í dag mætir Elín Hirst, rithöfundur, og fjallar um sláandi sögu afa síns, Þjóðverjans Karls Hirst, sem hér bjó á árunum fyrir stríð og var hnepptur í fangelsi af Bretum og látinn dúsa saklaus með öllu í bresku fangelsi í fimm ár. Verra var að Íslendingar vildu svo alls ekki hleypa honum heim í stríðslok til konu og barna. 

Hörður Ægisson, viðskiptablaðamaður fjallar um stöðuna á Marel og öll þau undarlegu tíðindi sem borist hafa af þessu flaggskipi íslenskra fyrirtækja undanfarnar vikur.

Þau Njáll Trausti Friðbertsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismenn munu skiptast á skoðunum um stöðuna í efnahagsmálunum, samgöngumálunum og áhrif hræringanna á Reykjanesi á þjóðarhag.

Í lokin mæta Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur. Á fáeinum dögum virðist mat manna á stöðunni í Grindavík og nágrenni hafa gjörbreyst, misvísandi upplýsingar um áhættu hafa verið áberandi og spurt er hvað megi læra af undanförnum vikum þegar bregðast þarf við óvissu í náttúrunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×