Það voru gestirnir í Cleveland Cavaliers sem byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta, 40-35, en eftir það tóku heimamenn við sér og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik en þá var Cavaliers með eins stigs forystu, 71-70.
Þriðji leikhlutinn var hnífjafn þar sem bæði lið skoruðu 23 stig en það var í fjórða leikhlutanum þar sem Lakers tóku almennilega við sér og unnu leikinn. Lokatölur 121-115.
Stigahæstur hjá Lakers var Anthony Davies með 32 stig en síðan var það Lebron James með 22 stig. Eftir leikinn er Lakers í sjöunda sæti vesturdeildarinnar á meðan Cavaliers eru í níunda sæti austurdeildarinnar.
Úr hinum leikjunum ber þar helst að nefna að Dallas Mavericks fengu skell gegn LA Clippers en lokastaðan þar var 107-88.
Öll úrslit næturinnar
Wizards 108-136 Hawks
Cavaliers 121-128 Lakers
Jazz 105-100 Pelicans
Clippers 107-88 Mavericks