Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræddi brunann í Stangarhyl í Árbæ í kvöldfréttum. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“ Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira