Ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Ægir Þór Steinarsson fær hér fyrri tæknivillu sína en örskömmu síðar var hann búinn að fá aðra. S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson kláraði ekki leik Stjörnunnar á móti Hetti í síðustu umferð Subway deildar karla því hann var rekinn snemma í sturtu af dómurum leiksins. Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn