Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 12:46 Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, með steininn í hendi sem nýttur var til innbrotsins í nótt. Vísir/Vilhelm Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira