Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. nóvember 2023 07:30 Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mannréttindi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun