Fólk sem hýsi drengina megi búast við kæru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 13:19 Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Leifur Runólfsson, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir að mikilvægt sé að drengirnir þeirra finnist sem fyrst. Í yfirlýsingu biðlar hann til almennings sem kunni að hafa vitneskju um þá að hafa samband við lögreglu. Eins og fram hefur komið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í fyrradag. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Drengirnir ekki með Eddu „Undirritaður er lögmaður föður í máli sem hefur verið í fjölmiðlum iðulega verið kennt við norsku drengina. Í gær var móðir drengjanna handtekin. Þess má geta að drengirnir voru ekki með móður er hún var handtekin.“ Segir í yfirlýsingunni að faðirinn hafi ekki viljað fara með deilur foreldranna í blöðin til að halda hlífðarskyldi yfir börnunum. Hins vegar hafi móðir ítrekað farið með málið í fjölmiðla og sett fram einhliða frásögn. Leifur Runólfsson gætir hagsmuna föðurins.Vísir Dómstólar bæði í Noregi og á Íslandi, á tveimur dómstigum, hafi ávallt úrskurðað föður í hag eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega. Þá verði að hafa í huga að lögreglan í Noregi hafi óskað eftir því að móðirin verði framseld til Noregs og það ekki að ástæðulaus, að því er segir í yfirýsingunni. Fólk sem hafi drengina brjóti lög „Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst. Þá ber að geta þess að fólk sem er með þessa drengi í sinni umsjón er að brjóta íslensk hegningarlög og það má búast við að fá á sig kæru vegna þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Þá er einnig ljóst að sá sem reynir að villa um fyrir yfirvöldum, til dæmis með „statusum“ eða myllumerkinu: „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka er ekki síður alvarlegt og saknæmt athæfi. Með vísan til framangreinds og að endingu myndi undirritaður því vilja biðla til almennings sem hafa einhverja vitneskju um dvalarstað drengjann að hafa samband við lögreglu.“ Lögreglumál Noregur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í fyrradag. Í sumar var greint frá því að norsk yfirvöld hafi krafist þess að Edda yrði handtekin og framseld til Noregs vegna forræðisdeilna hennar við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur en býr í Noregi. Hann fer einn með forsjá sona þeirra þriggja og eru þeir með lögheimili hjá honum. Drengirnir ekki með Eddu „Undirritaður er lögmaður föður í máli sem hefur verið í fjölmiðlum iðulega verið kennt við norsku drengina. Í gær var móðir drengjanna handtekin. Þess má geta að drengirnir voru ekki með móður er hún var handtekin.“ Segir í yfirlýsingunni að faðirinn hafi ekki viljað fara með deilur foreldranna í blöðin til að halda hlífðarskyldi yfir börnunum. Hins vegar hafi móðir ítrekað farið með málið í fjölmiðla og sett fram einhliða frásögn. Leifur Runólfsson gætir hagsmuna föðurins.Vísir Dómstólar bæði í Noregi og á Íslandi, á tveimur dómstigum, hafi ávallt úrskurðað föður í hag eftir að hafa skoðað málið gaumgæfilega. Þá verði að hafa í huga að lögreglan í Noregi hafi óskað eftir því að móðirin verði framseld til Noregs og það ekki að ástæðulaus, að því er segir í yfirýsingunni. Fólk sem hafi drengina brjóti lög „Það er nauðsynlegt að þessir drengir finnist sem fyrst. Þá ber að geta þess að fólk sem er með þessa drengi í sinni umsjón er að brjóta íslensk hegningarlög og það má búast við að fá á sig kæru vegna þess,“ segir í yfirlýsingunni. „Þá er einnig ljóst að sá sem reynir að villa um fyrir yfirvöldum, til dæmis með „statusum“ eða myllumerkinu: „Drengirnir eru hjá mér“ eða álíka er ekki síður alvarlegt og saknæmt athæfi. Með vísan til framangreinds og að endingu myndi undirritaður því vilja biðla til almennings sem hafa einhverja vitneskju um dvalarstað drengjann að hafa samband við lögreglu.“
Lögreglumál Noregur Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57 Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21 Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09 Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Edda Björk handtekin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið Eddu Björk Arnardóttur vegna norrænnar handtökuskipunar. Hún hafði verið eftirlýst síðan í gær. 28. nóvember 2023 22:57
Vill ekki vera framseld „í gæsluvarðhald í óskilgreindan tíma“ Edda Björk Arnardóttir segir að hún hafi ekki gefið sig fram til lögreglu svo hægt sé að framselja hana til Noregs vegna þess að ekki sé komin dagsetning á réttarhöld sem þar eiga að fara fram í máli hennar. Handtökuskipun var gefin út í máli hennar og lýst eftir henni í vikunni. Íslenskir dómstólar hafa samþykkt handtökuskipun og fallist á framsal. 28. nóvember 2023 09:21
Leita réttar síns vegna aðfarar sýslumanns í gær Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 26. október 2023 19:09
Flutningi þriggja íslenskra drengja til Noregs frestað Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 25. október 2023 20:11