Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni? Bergljót Davíðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:30 Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar