Mál Eddu hljóti að vera einsdæmi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. desember 2023 15:31 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.v.), hefur lagt fram fyrirspurn vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur (t.h.). Vísir/Vilhelm/Magnús Hlynur Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær. Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Edda var á föstudag framseld til Noregs en hún hafði verið í haldi lögreglu hér á landi í þrjá daga. Þar er stefnt á að hún svari til saka í máli tengdu forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Nú er Edda í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi í Telemark-kvennafangelsinu þar sem hún bíður réttarhalda. Ekki vitað hvenær réttarhöldin fara fram Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn tengda máli Eddu til dómsmálaráðherra. Hún telur mál Eddu vera fordæmalaust þar sem hún skilji ekki ákvörðun ríkissaksóknara um að afhenda hana, séu til fordæmi. „Þetta mál er þannig vaxið að íslenskur ríkisborgari er afhentur úr landi ótímabundið vegna ótilgreindra réttarhalda sem er ekki komin dagsetning á. Ég held það sé fullt tilefni til þess að við fáum að vita nákvæmlega hvernig framkvæmdin á þessu hefur verið. Hvaða skilyrði, ef einhver, hafa verið sett í gegnum tíðina, gagnvart slíkri afhendingu,“ segir Diljá Mist. Rík eftirlitsskylda Hún segir dómsmálaráðherra auðvitað ekki geta aðhafst í einstaka málum, hins vegar beri bæði ráðherra og þingmönnum skylda að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld fari að lögum. „Að íslenskur ríkisborgari sé afhentur með svona miklum hraða til þess að mæta við réttarhöld, því þessi tiltekni ríkisborgari hefur ekki verið dæmdur fyrir brot í þessu máli sem er til meðferðar í Noregi. Þetta hlýtur að vera einsdæmi að íslenskur ríkisborgari sé afhentur svona út í óvissuna án nokkurra skilyrða eða kvaða frá íslenska ríkinu. Þannig ég held það sé fullt tilefni til að skoða hvort þetta sé venjan, hvort svona sé meðferðin á íslenskum ríkisborgurum alla jafna. Og ef ekki, hvað þá veldur því að þetta mál fær sérstaka meðferð í kerfinu,“ segir Diljá Mist.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28 Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag 1. desember 2023 21:28
Ekki á færi sýslumanns að láta lýsa eftir börnunum Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Kristinsdóttir, segir það ekki á dagskrá embættisins að óska þess að lögreglan lýsi eftir börnum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Það sé ekki á valdi embættisins. 1. desember 2023 17:11