„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Kári Mímisson skrifar 3. desember 2023 19:44 Baldur Þorleifsson var afar ósáttur eftir 96-66 tap gegn Grindavík Vísir/Vilhelm Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. „Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum