Jólatréð er gjöf frá íbúum Oslóar og var fellt í Heiðmörk í vikunni. Það er skreytt með 6800 ljósum, 120 jólakúlum og jólastjarna prýðir toppinn. Tröllabörn, jólasveinar, lúðrasveit og borgarfulltrúi frá Osló voru á meðal viðstaddra á Austurvelli í dag og eins og sést var jólagleðin allsráðandi.
Tendrun ljósanna á Oslóartrénu markar upphaf aðventunnar og er einnig tákn um þá vináttu sem ríkir milli norrænu höfuðborganna tveggja.
Sjáðu jólaljósin vera tendruð á Oslóartrénu og jólaandann taka öll völd á Austurvelli í spilaranum hér fyrir neðan.