Furðulegar áhyggjur formanns Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar 3. desember 2023 23:31 Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu. Ég er nú bara mjög ósammála því að fólk megi ekki mótmæla því að sjö barna móðir sé framseld í gæsluvarðhald og að börnin hennar þurfi að vera móðurlaus um jólin. Ég held nú að þessi börn hafi ekkert sérstaklega samþykkt þennan samfélagslega sáttmála sem formaðurinn vísar í. Reyndar má benda á að stjórnarskrá Íslands var aldeilis ekki samin af kvenfólki heldur. En það sem fór þó hvað mest fyrir brjóstið á mér, er að formaðurinn missti út úr sér í viðtalinu: "Hvað ef niðurstaðan í þessu máli, væri einfaldlega omvendt? Ef móðirin hefði fengið börnin og faðirinn væri að beita öllum þessum ráðum? Væri allt þetta fólk sömu skoðunar? Ég held bara ekki. Og þess vegna höfum við sett lög um þetta." Sem sagt, formaðurinn segist hafa áhyggjur af réttarríkinu, en virðist svo raunverulega vera ekki síður misboðið sem karlmanni. Hann hefur áhyggjur af því að ef faðir fyndi sig í sömu stöðu, fengi hann ekki sama stuðning. Ég get því ekki annað en spurt, veit formaðurinn um marga feður sem hafa verið framseldir frá Íslandi í mánaðarlangt gæsluvarðhald fyrir að vernda börnin sín? Veit hann um einhvern föður sem hefur verið fangelsaður fyrir svipað brot yfir höfuð? Veit hann um marga feður sem hafa verið gerðarþolar í aðfararmáli? Ég veit að svarið er nei, því ég þekki öll aðfararmál sem hafa átt sér stað á Íslandi síðastliðinn áratug eða meira, og í öllum tilvikum hefur gerðarþoli í framkvæmdri aðför verið móðir, og í öllum tilvikum voru móðir og börn þolendur ofbeldis föður. Þau börn sem orðin eru fullorðin í dag, halda sig enn við frásögn sína af ofbeldi. Rannsóknir sýna að líkur á því að móðir missi forsjá til föður aukast til muna, ef móðirin ásakar föðurinn um ofbeldi, og aukast enn meira ef faðirinn sakar móðurina á móti um tálmun. Kynbundið ofbeldi þrífst mjög vel í forsjármálum um allan heim, svo ég tel ástæðulaust að formaður Lögmannafélags Íslands mæti í útvarpsviðtal til að lýsa áhyggjum af ósanngjörnu viðhorfi til feðra í forsjármálum. Höfundur er sálfræðingur.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun