Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:46 „Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun