Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:33 Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Menning Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Airwaves Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember. Leikhúsin bjóða upp á hlaðborð af tilfinningum fyrir alla aldurshópa, íslenskar bíómyndir og þættir gera það sama og svo mætti áfram og lengi, lengi telja. Menning skapar mikil verðmæti Íslensk menning, list og sköpun eiga alltaf að vera kosningamál. Fyrir utan að standa undir 3,5% af þjóðartekjum samkvæmt nýútkominni skýrslu (í samanburði stendur sjávarútvegurinn undir 4,7%) þá er mikilvægi skapandi greina í andlegu og félagslegu heilbrigði þjóðarinnar ómetanlegt og ómælt. List og menning byggja brýr milli okkar, fá okkur til að skoða hver við erum, spegla okkur í sammannlegri reynslu, koma saman og upplifa í raunveru og rauntíma, gera okkur grein fyrir því að við erum aldrei ein með okkar bestu eða erfiðustu reynslu, að við erum samfélag og farnast best ef við stöndum saman. Eina sem aldrei nóg er af Þess vegna er svo óendanlega mikilvægt að hlúa að listafólki og listum á öllum stigum. Við eigum að byrja á byrjuninni og styðja þétt við barnamenningu og allt listnám sem er undirstaða þess að búa til list og sækja listviðburði en er líka lýðheilsumál til framtíðar. Það er löngu kominn tími til að barnamenning fái sitt eigið hús. Og talandi um hús þá er bókstaflega verið að útrýma sviðum á höfuðborgarsvæðinu með því að nýta rými sem áður hýstu myndlist, leiklist eða tónlist undir veislusali eða pílu. Það er grundvallaratriði að skapa listafólki tíma og innra rými til sköpunar en það þarf líka útvega rými til að við fáum notið listarinnar, hlegið, grátið, gleymt okkur og munað eftir okkur líka. Þá er það líka óþolandi að listamenn þurfi sífellt að biðjast afsökunar á því að vilja afla sér viðurværis með list sinni, listsköpun er ekki eina vinnan sem er skemmtileg og um hagræn áhrif hennar þarf ekki að deila. Fjárfesting ríkisins í list og menningu með föstum og mannsæmandi listamannalaunum skilar þrefaldri ávöxtun og því er furðulegt að rifist sé um það á hverju einasta ári hvort hún eigi rétt á sér. Úr fjárlögum ársins berst nú sú ómstríða að heildarskerðing fjármagns á milli áranna 2024 og 2025 á sviði menningarmála verði 365,4 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í ljósi allra hagtalna, bæði beins ábata og óbeinna áhrifa á lýðheilsu og vellíðan hlýtur það að teljast sérkennileg ráðstöfun. Og í lok nóvember kjósum við til alþingis. List, menning, sköpun er og hefur alltaf verið farartæki mennskunnar í átt að framtíðinni og Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur alltaf verið í fararbroddi stjórnmálaflokka þegar kemur að því að efla þann mikilvæga og dýrmæta hluta samfélagsins sem skapandi greinar eru. Og mun halda því áfram. Höfundur skipar þriðja sæti á lista VG í Reykjavík norður.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun