Bestu lið sögunnar: „Maggi er að fara að berjast gegn sjálfum sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 15:31 Keflavíkurliðið frá 1993 og svo frá 2003 voru bæði mjög öflug og sigursæl lið. S2 Sport Tvö Keflavíkurlið mættust í lokaviðureign átta liða úrslitanna þar sem Subway Körfuboltakvöld hélt áfram að reyna að komast að því hvað sé besta lið sögunnar í karlakörfuboltanum. Sérfræðingarnir Ómar Sævarsson og Magnús Þór Gunnarsson fengu það verkefni að mæla með áframhaldandi þátttöku hvors liðs fyrir sig í úrslitakeppni bestu liða sögunnar. „Við skulum halda áfram í samkvæmisleiknum okkar að velja besta lið sögunnar. Í kvöld er þetta mjög skemmtilegt því við erum að fara setja af stað rimmu á milli Keflavíkur 1993 og Keflavíkur 2003,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Þetta er fjórða og síðasta sætið í boði í undanúrslitunum en áður höfðu lið Keflavík 1997, Njarðvíkur 2002 og KR 2009 komist áfram. Liðið sem hefur betur í rimmu Keflavíkur 1993 og Keflavíkur 2003 mætir KR-liðinu frá 2009 í undanúrslitum. „Það verður geggjað að hlusta á ykkur rökræða þetta. Það er er mjög skemmtilegt við þetta í kvöld er að Maggi er að fara að berjast gegn sjálfum sér,“ sagði Stefán. Magnús Þór Gunnarsson var lykilmaður i 2003 liði Keflvíkinga en hann fékk þó ekki að tala fyrir því liði. Hann talar fyrir liði Keflavíkur frá 1993 en hann var einmitt vatnsberinn í því liði. „Ómar, þú ert að fara að berjast með Magga í Keflavík 2003,“ sagði Stefán. „Mitt uppáhalds Keflavíkurlið,“ sagði Ómar. Keflavíkurliðið frá 1993 vann þrefalt, varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari og vann fimm af sex leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af úrslitaeinvígið 3-0. Keflavíkurliðið frá 2003 varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari en liðið vann líka þriðja titilinn þegar Keflavík varð einnig fyrirtækjabikarmeistari. Liðið endaði reyndar bara í öðru sæti í deildinni en vann átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af úrslitaeinvígið 3-0. Hér fyrir neðan má þá sjá Ómar og Magnús ræða þessi tvö frábæru lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík 1993 vs Keflavík 2003 Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Sérfræðingarnir Ómar Sævarsson og Magnús Þór Gunnarsson fengu það verkefni að mæla með áframhaldandi þátttöku hvors liðs fyrir sig í úrslitakeppni bestu liða sögunnar. „Við skulum halda áfram í samkvæmisleiknum okkar að velja besta lið sögunnar. Í kvöld er þetta mjög skemmtilegt því við erum að fara setja af stað rimmu á milli Keflavíkur 1993 og Keflavíkur 2003,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Þetta er fjórða og síðasta sætið í boði í undanúrslitunum en áður höfðu lið Keflavík 1997, Njarðvíkur 2002 og KR 2009 komist áfram. Liðið sem hefur betur í rimmu Keflavíkur 1993 og Keflavíkur 2003 mætir KR-liðinu frá 2009 í undanúrslitum. „Það verður geggjað að hlusta á ykkur rökræða þetta. Það er er mjög skemmtilegt við þetta í kvöld er að Maggi er að fara að berjast gegn sjálfum sér,“ sagði Stefán. Magnús Þór Gunnarsson var lykilmaður i 2003 liði Keflvíkinga en hann fékk þó ekki að tala fyrir því liði. Hann talar fyrir liði Keflavíkur frá 1993 en hann var einmitt vatnsberinn í því liði. „Ómar, þú ert að fara að berjast með Magga í Keflavík 2003,“ sagði Stefán. „Mitt uppáhalds Keflavíkurlið,“ sagði Ómar. Keflavíkurliðið frá 1993 vann þrefalt, varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari og vann fimm af sex leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af úrslitaeinvígið 3-0. Keflavíkurliðið frá 2003 varð bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari en liðið vann líka þriðja titilinn þegar Keflavík varð einnig fyrirtækjabikarmeistari. Liðið endaði reyndar bara í öðru sæti í deildinni en vann átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni þar af úrslitaeinvígið 3-0. Hér fyrir neðan má þá sjá Ómar og Magnús ræða þessi tvö frábæru lið. Klippa: Körfuboltakvöld: Keflavík 1993 vs Keflavík 2003
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira