Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar 4. desember 2023 15:31 Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera. Lýsing greinanna sem „heimspekilegum“ er ófullnægjandi af þeirri ástæðu einni, að heimspekin gerir þyngri kröfur á iðkendur sína, en að vekja samfélagið til umhugsunar. Enda geta lýðskrumarar og orðliprir leiðtogar vakið samfélagið til umhugsunar, án þess að hugur og hjarta fylgi máli. Heimspekin gerir hins vegar þá kröfu að einstaklingar sem hafa yfir umhugsunarverðri andagift að ráða, styðji hana við hnitmiðaðar rökfærslur. Sjaldnast verða greinar Ernu við þessari kröfu. Hvergi sést þessi brestur betur en í nýrri Grein eftir Ernu, Menningarlegt Minnisleysi, sem birtist á Heimildinni. Greinin hefst á því að draga upp mynd af þjóð sem er í mótsögn við eigin gildi. Skeytum ekkert um hversu auðvelt það er að afhjúpa mótsagnir á vettvangi lýðræðisríkja, sem öfugt við alræðisríki eins og Norður-Kóreu, leyfa hinu opinbera að mótast af umræðu sem stangast á innbyrðis. Gefum slíkum aðfinnslum engan gaum og skoðum frekar mótsagnirnar sem Íslendingum er legið á hálsi fyrir: „Við köllum okkur vistvæn en helluleggjum heilu torgin án þess að planta svo miklu sem einu tré“. Með öðrum orðum ættum við að leggjast á eitt um að torg bæjarins úthluti blómum og trjám veglegum skika í stað þess að hreinsa náttúruna sem við segjumst elska af yfirborði borgarlandslagsins. Þetta má vel vera gott og gilt. En þegar lestrinum vindur fram kemur í ljós að Erna sýnir erlendum gestum og útlendum menningaráhrifum ekki sömu hluttekningu og trjánum og blómunum. Þó það sé ærið verkefni að lesa úr eiginlegri merkingu þess sem í greininni stendur, dugar skáldlega tvíræðnin ekki til þess, að dylja að hún virðist þvert á móti ýja að einhvers konar hreinsunarstefnu íslenskrar menningar. Erna heldur því fram að íslenskri menningu skorti þjóðrækinn persónuleika og sé að afmyndast í eftirgefanlegan þjón ferðamennskunnar: „Íslendingar eru ekki lengur markhópur sinnar eigin höfuðborgar“ segir hún. En ég spyr hvað það feli yfirhöfuð í sér að vera „markhópur sinnar eigin höfuðborgar,“ annað en að höfuðborgin leggi viðhlítandi áherslu á íslenska málnotkun – vel að merkja segir greinin ekki stakt orð um íslenska tungu. Ég geri tvær athugasemdir við greinina og eru þær svo hljóðandi: Annars vegar er látið eins og varðveita verði eitthvað séríslenskt, sem felist í íslenskri menningu, annað en tungumálið: Hins vegar blasir sá misskilningur við í greininni, að það sé eitthvað séríslenskt við íslenskan kynstofn, sem brýst fram í athöfnum einstaklinga af íslenskum uppruna. Förum sem snöggvast yfir þessar athugasemdir. Erna lætur að því liggja að ástæðan fyrir því að Íslendingar séu orðnir „tæknivæddasta þjóð heims þrátt fyrir að hafa skriðið úr torfkofanum fyrir tæpri öld“ vera siði og nýjungagirni sem eru „sögulega samgróin þjóðvitund okkar“. Þessi rómantíska hugsun um séríslenska seiglu framkallast aftur þegar Erna segir að við séum „afkomendur eftirlifenda náttúruafla sem þekkjast hvergi annars staðar og gera okkur fær um ótrúlegustu hluti“. Síðar heldur Erna áfram og segir, að þrátt fyrir tilraunir nágrannaþjóða okkar til að móta okkur í sinni mynd, erfa Íslendingar „þróttmikið taugakerfi“. Hér er engu líkara en vitnað sé í innbygða seiglu sem Íslendingum er í blóði borin, eitthvað séríslenskt erfðaefni, sem beri að varðveita. Þetta er langsótt. En varla er mælt með því að Íslendingar fjölgi sér eingöngu innan kynstofnsins og varist þannig útþynningu hinnar íslensku seiglu. Það væri auðvitað fráleitt. En í ljósi þess hve krefjandi það er, að gera sér skýra hugmynd um hvað svona yfirlýsingum er ætlað að segja um íslenskt þjóðkenni, er maður eðlilega undrandi. Ég hefði nefnilega haldið að fremsti styrkur íslenskrar menningar væri hvað hún þekkist vel þrátt fyrir að vera bræðslupottur ólíkra menningarheima. Og er það ennfremur ekki ákjósanlegur vegur fram á við, að menningarheimar – og kynstofnar – undirgangist sameiginlega þróun, sem gerir alla sem hún snertir innihaldsríkari fyrir vikið? Á hinn bóginn leikur tvíræðnin á alls oddi og vel má túlka yfirlýsingar Ernu þannig að þetta séríslenska sé ekki erfðaefnið sem slíkt, heldur hvernig barningur forfeðra okkar við náttúruöflin, mótaði erfðaefnið sem í okkur býr. En slík nálgun varpar enn furðulegra ljósi á meiningu hennar. Vill Erna að við klæðumst aftur feldi dauðra dýra og hlaupum til atlögu við jökla og eldfjöll eins og Don Kíkóti sem barðist við vindmyllur; deyjum úr hungri vegna náttúruhamfara og uppskerubrests? Kannski að Íslendingum væri best fyrir komið aftur í torfkofanum. Eða á dauðs manns skeri þar sem náttúran úthellir daglegri þrautargöngu sinni og óvissan steðjar að úr öllum áttum. Þá komum við að fyrri athugasemdinni. Hvað er séríslenskt við íslenska menningu sem vert er að varðveita annað en tungumálið og arfurinn sem felst í því? Ekki vil ég taka upp heiðinn sið á ný eða flytja aftur í torfkofana sem Íslendingar skriðu úr fyrir tæpri öld. Og án þess ég leggi Ernu orð í munn er hæpið að slíkur ráðahagur þóknist henni. Þetta eru afarkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Annað hvort látum við þjóðernisrembinginn leiða til menningarlegrar úrkynjunar og skríðum aftur inni í torfkofann. Eða við umföðmum nútímann og höldum áfram að byggja fjölmenningarlegt samfélag á íslenskri arfleið. Að lokum vil ég spyrja, hvort það sé ekki einber misskilningur að íslensk menning sé á undanhaldi, vegna þess eins að höfuðborgin og landið allt höfða til erlendra gesta? Er það ekki þvert á móti til þess fallið að hafa íslenska menningu í hávegum, að hingað komi ferðamenn sem vilja kynnast henni? Eigum við ekki að gera pláss fyrir ferðamenn alveg eins og torg bæjarins ættu að skapa pláss fyrir blóm og tré? Ættum við ekki taka fagnandi á móti ferðamönnum? Var kveikjan að grein Ernu um íslenska menningu, ekki einmitt sá gríðarlegi fjöldi ferðamanna, sem vill kynnast íslenskri menningu? Hvernig sú viðleitni ógnar tilvist íslenskrar menningar er ekki bara skynlaus fjarstæða heldur gapandi mótsögn. Raunar nær menningheimur fyrst utan um sig sem sérstakt fyrirbæri frábrugðinn öðrum þegar á vegi hans verður menning sem ber framandi sérkenni. Það væri efni í aðra grein að skrifa um hvernig mismunur á milli menningarheima felur um leið í sér skilgreiningu þeirra; og hvernig návist við aðra menningarheima skerpir gildismat þjóðar og örvar menningu hennar. En ég ætla ekki lengra með það að sinni. Í grein Ernu er mikið um innblásnar ásakanir og ljóðræna málgleði en lítið um efnislegt innihald. Það er mikið um afdráttarlausar fullyrðingar en lítið um haldbæran rökstuðning. Það er mikið tal um lundabúðir og ferðamennsku. En samt þori ég að fullyrða að það séu langtum fleiri lundar á flugi en lundabúðir í Reykjavík, og frekar en að þurrka íslenska menningu út setur ferðamennskan hana á kortið. Höfundur er útskriftarefni við FÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera. Lýsing greinanna sem „heimspekilegum“ er ófullnægjandi af þeirri ástæðu einni, að heimspekin gerir þyngri kröfur á iðkendur sína, en að vekja samfélagið til umhugsunar. Enda geta lýðskrumarar og orðliprir leiðtogar vakið samfélagið til umhugsunar, án þess að hugur og hjarta fylgi máli. Heimspekin gerir hins vegar þá kröfu að einstaklingar sem hafa yfir umhugsunarverðri andagift að ráða, styðji hana við hnitmiðaðar rökfærslur. Sjaldnast verða greinar Ernu við þessari kröfu. Hvergi sést þessi brestur betur en í nýrri Grein eftir Ernu, Menningarlegt Minnisleysi, sem birtist á Heimildinni. Greinin hefst á því að draga upp mynd af þjóð sem er í mótsögn við eigin gildi. Skeytum ekkert um hversu auðvelt það er að afhjúpa mótsagnir á vettvangi lýðræðisríkja, sem öfugt við alræðisríki eins og Norður-Kóreu, leyfa hinu opinbera að mótast af umræðu sem stangast á innbyrðis. Gefum slíkum aðfinnslum engan gaum og skoðum frekar mótsagnirnar sem Íslendingum er legið á hálsi fyrir: „Við köllum okkur vistvæn en helluleggjum heilu torgin án þess að planta svo miklu sem einu tré“. Með öðrum orðum ættum við að leggjast á eitt um að torg bæjarins úthluti blómum og trjám veglegum skika í stað þess að hreinsa náttúruna sem við segjumst elska af yfirborði borgarlandslagsins. Þetta má vel vera gott og gilt. En þegar lestrinum vindur fram kemur í ljós að Erna sýnir erlendum gestum og útlendum menningaráhrifum ekki sömu hluttekningu og trjánum og blómunum. Þó það sé ærið verkefni að lesa úr eiginlegri merkingu þess sem í greininni stendur, dugar skáldlega tvíræðnin ekki til þess, að dylja að hún virðist þvert á móti ýja að einhvers konar hreinsunarstefnu íslenskrar menningar. Erna heldur því fram að íslenskri menningu skorti þjóðrækinn persónuleika og sé að afmyndast í eftirgefanlegan þjón ferðamennskunnar: „Íslendingar eru ekki lengur markhópur sinnar eigin höfuðborgar“ segir hún. En ég spyr hvað það feli yfirhöfuð í sér að vera „markhópur sinnar eigin höfuðborgar,“ annað en að höfuðborgin leggi viðhlítandi áherslu á íslenska málnotkun – vel að merkja segir greinin ekki stakt orð um íslenska tungu. Ég geri tvær athugasemdir við greinina og eru þær svo hljóðandi: Annars vegar er látið eins og varðveita verði eitthvað séríslenskt, sem felist í íslenskri menningu, annað en tungumálið: Hins vegar blasir sá misskilningur við í greininni, að það sé eitthvað séríslenskt við íslenskan kynstofn, sem brýst fram í athöfnum einstaklinga af íslenskum uppruna. Förum sem snöggvast yfir þessar athugasemdir. Erna lætur að því liggja að ástæðan fyrir því að Íslendingar séu orðnir „tæknivæddasta þjóð heims þrátt fyrir að hafa skriðið úr torfkofanum fyrir tæpri öld“ vera siði og nýjungagirni sem eru „sögulega samgróin þjóðvitund okkar“. Þessi rómantíska hugsun um séríslenska seiglu framkallast aftur þegar Erna segir að við séum „afkomendur eftirlifenda náttúruafla sem þekkjast hvergi annars staðar og gera okkur fær um ótrúlegustu hluti“. Síðar heldur Erna áfram og segir, að þrátt fyrir tilraunir nágrannaþjóða okkar til að móta okkur í sinni mynd, erfa Íslendingar „þróttmikið taugakerfi“. Hér er engu líkara en vitnað sé í innbygða seiglu sem Íslendingum er í blóði borin, eitthvað séríslenskt erfðaefni, sem beri að varðveita. Þetta er langsótt. En varla er mælt með því að Íslendingar fjölgi sér eingöngu innan kynstofnsins og varist þannig útþynningu hinnar íslensku seiglu. Það væri auðvitað fráleitt. En í ljósi þess hve krefjandi það er, að gera sér skýra hugmynd um hvað svona yfirlýsingum er ætlað að segja um íslenskt þjóðkenni, er maður eðlilega undrandi. Ég hefði nefnilega haldið að fremsti styrkur íslenskrar menningar væri hvað hún þekkist vel þrátt fyrir að vera bræðslupottur ólíkra menningarheima. Og er það ennfremur ekki ákjósanlegur vegur fram á við, að menningarheimar – og kynstofnar – undirgangist sameiginlega þróun, sem gerir alla sem hún snertir innihaldsríkari fyrir vikið? Á hinn bóginn leikur tvíræðnin á alls oddi og vel má túlka yfirlýsingar Ernu þannig að þetta séríslenska sé ekki erfðaefnið sem slíkt, heldur hvernig barningur forfeðra okkar við náttúruöflin, mótaði erfðaefnið sem í okkur býr. En slík nálgun varpar enn furðulegra ljósi á meiningu hennar. Vill Erna að við klæðumst aftur feldi dauðra dýra og hlaupum til atlögu við jökla og eldfjöll eins og Don Kíkóti sem barðist við vindmyllur; deyjum úr hungri vegna náttúruhamfara og uppskerubrests? Kannski að Íslendingum væri best fyrir komið aftur í torfkofanum. Eða á dauðs manns skeri þar sem náttúran úthellir daglegri þrautargöngu sinni og óvissan steðjar að úr öllum áttum. Þá komum við að fyrri athugasemdinni. Hvað er séríslenskt við íslenska menningu sem vert er að varðveita annað en tungumálið og arfurinn sem felst í því? Ekki vil ég taka upp heiðinn sið á ný eða flytja aftur í torfkofana sem Íslendingar skriðu úr fyrir tæpri öld. Og án þess ég leggi Ernu orð í munn er hæpið að slíkur ráðahagur þóknist henni. Þetta eru afarkostirnir sem við stöndum frammi fyrir. Annað hvort látum við þjóðernisrembinginn leiða til menningarlegrar úrkynjunar og skríðum aftur inni í torfkofann. Eða við umföðmum nútímann og höldum áfram að byggja fjölmenningarlegt samfélag á íslenskri arfleið. Að lokum vil ég spyrja, hvort það sé ekki einber misskilningur að íslensk menning sé á undanhaldi, vegna þess eins að höfuðborgin og landið allt höfða til erlendra gesta? Er það ekki þvert á móti til þess fallið að hafa íslenska menningu í hávegum, að hingað komi ferðamenn sem vilja kynnast henni? Eigum við ekki að gera pláss fyrir ferðamenn alveg eins og torg bæjarins ættu að skapa pláss fyrir blóm og tré? Ættum við ekki taka fagnandi á móti ferðamönnum? Var kveikjan að grein Ernu um íslenska menningu, ekki einmitt sá gríðarlegi fjöldi ferðamanna, sem vill kynnast íslenskri menningu? Hvernig sú viðleitni ógnar tilvist íslenskrar menningar er ekki bara skynlaus fjarstæða heldur gapandi mótsögn. Raunar nær menningheimur fyrst utan um sig sem sérstakt fyrirbæri frábrugðinn öðrum þegar á vegi hans verður menning sem ber framandi sérkenni. Það væri efni í aðra grein að skrifa um hvernig mismunur á milli menningarheima felur um leið í sér skilgreiningu þeirra; og hvernig návist við aðra menningarheima skerpir gildismat þjóðar og örvar menningu hennar. En ég ætla ekki lengra með það að sinni. Í grein Ernu er mikið um innblásnar ásakanir og ljóðræna málgleði en lítið um efnislegt innihald. Það er mikið um afdráttarlausar fullyrðingar en lítið um haldbæran rökstuðning. Það er mikið tal um lundabúðir og ferðamennsku. En samt þori ég að fullyrða að það séu langtum fleiri lundar á flugi en lundabúðir í Reykjavík, og frekar en að þurrka íslenska menningu út setur ferðamennskan hana á kortið. Höfundur er útskriftarefni við FÁ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun