Orð pabba höfðu gríðarleg áhrif Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:01 Feðgarnir Ellert og Arnar Þór eiga það sameiginlegt að hafa setið á þingi. Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan. „Það síðasta sem pabbi minn, Ellert Schram, sagði við mig áður en hann sveif inn í afturhvarf til bernskunnar og varð Alzheimer's að bráð var: „Af hverju ættir þú að vera í stjórnmálum ef þú ætlar ekki að segja það sem þér finnst?“ Hann var kominn á dvalarheimili og þetta var það síðasta sem hann sagði af fullu viti áður en sjúkdómurinn tók yfir. Ég tók þetta alla leið inn og þetta sat mjög í mér. Ég hef tekið þetta alvarlega alla leið síðan og mun aldrei hætta að segja það sem mér býr í brjósti. Ef fólk er á annað borð inni á Alþingi er eiginlega alveg galið að það þori ekki að fara eftir eigin sannfæringu og segja það sem því raunverulega finnst. En því miður sýnist mér að það sé nánast orðið undantekningin.“ Konan áttavitinn sem hann treystir Arnar hefur á undanförnum misserum ítrekað talað opinberlega um hluti sem aðrir þora ekki að snerta á. Hann segir að þegar hann efist um eigin dómgreind sé konan hans áttavitinn sem hann treystir. „Ég hef verið svo heppinn að eiga yndislega konu alveg síðan ég var mjög ungur og hún hefur í raun verið mitt akkeri í lífinu eftir að ég missti mömmu mína um tvítugt. Hún hefur sjálf gert mjög mikið til þess að læra að hlusta á eigin rödd með því að slökkva á ytri áreitum og fara inn á við. Hún segir mér alltaf hvað henni finnst og ég treysti dómgreind hennar mjög vel. Hún er með sterkari tengingu en ég sjálfur og hjálpar mér að skynja hvaða kjarna ég á að finna þegar ég er að tjá mig opinberlega,“ segir Arnar Þór, sem hefur einnig æft sig í að finna tengingu með því að verja tíma einn úti í náttúru og í göngutúrum: „Við verðum reglulega að slökkva á öllum þessum ytri áreitum til þess að heyra í okkar eigin rödd. Hvort sem það er síminn, sjónvarpið, útvarpið eða annað, þá verðum við að kunna að slökkva á þessu öllu til þess að heyra í innsæinu. Hugurinn verður að losna við alla mengun til þess að ná að kyrrast og tengjast fyrir alvöru. Rödd guðs er innra með okkur öllum, en við kunnum ekki lengur að heyra í henni í allri þessari áreitamengun.“ Valdið færist frá einstaklingnum Í þættinum ræðir Arnar Þór um þá þróun hvernig stórfyrirtæki og stjórnvöld séu farin að tengjast óhugnanlega mikið og að það sé þróun sem fólk verði að sporna við áður en það verður of seint. „Það er í gangi markaðshyggja á sterum sem hirðir ekkert um hagsmuni vinnandi fólks. Þessi fyrirtæki, sem eru oft alþjóðleg eru í raun orðin hættuleg lýðræðinu af því að þau vilja bara þagga niður í fólki sem er ekki sátt við þessa þróun og vill breytingar. Yfirmenn þessara fyrirtækja eru svo farnir að nota svipað tungumál og embættismenn og það eru merki um ákveðinn samruna milli risafyrirtækja og hins opinbera. Það er eitt það hættulegasta sem gerist og ein alvarlegasta myndbirting fasisma þegar stórfyrirtæki og pólitíska valdakerfið sameinast og talar sama máli gagnvart almenningi. Það eru í gangi margar ráðstefnur og fleira þar sem er verið að taka ákvarðanir um að verja milljörðum af skattfé borgaranna í verkefni sem eru beintengd alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þróunin bæði alþjóðlega og á Íslandi núna er sú að það er alltaf verið að færa valdið frá einstaklingum yfir til valdhafa eða stofnana, sem jafnvel eru ekki einu sinni í sama landi. Þannig er í raun verið að aftengja eðlilega lýðræðislega valddreifingu. Sagan segir okkur að við verðum að vera mjög vakandi yfir þessari þróun og sporna við henni.“ Arnar Þór segir að á vesturlöndum hafi á undanförnum árum átt sér stað þróun þar sem ákveðinn fasismi sé byrjaður að festa rætur. Hvetur fólk til að vera hugrakkt „Það er mjög sterkur undirtónn fasisma í gangi í samfélaginu núna. Það er hóphyggja í gangi sem er með mjög lítið þol fyrir efa og andstæðum skoðunum. Það er engin stemmning fyrir því að þú sem einstaklingur leyfir þér að vera sjálfstæður og efast um það sem hópurinn er að hugsa. Það má finna þessa þróun bæði á hægri og vinstri vængnum og hlutunum er stýrt upp mjög svart hvítum og ekki mikið um samtöl þar sem blæbrigðin eru rædd. Það er alið mikið á ótta á þeim tímum sem við lifum núna og með því að hræra í pottum óttans er fólk fengið inn í fylkingar. Við sjáum þetta bæði á vettvangi stjórnmálanna og líka í fjölmiðlunum. Ég vil hafa trú á fólki og einstaklingum og að við getum talað okkur saman inn í niðurstöðu með því að rökræða ólíkar skoðanir,“ segir Arnar Þór, sem hvetur fólk til þess að hafa hugrekki til að elta sinn eigin sannleika. „Það gerast einhverjir töfrar þegar maður sleppir örygginu og eltir hlutverk sitt og þorir að segja sannleikann. Ég hef fengið mjög mikið af þöglum stuðningi fyrir að þora að tjá skoðanir sem fæstir þora að tjá opinberlega. Ég hef ekki tölu á stuðningsskilaboðum frá fólki sem er sammála mér, en segist ekki vilja tjá sömu skoðanir opinberlega. Þó að ég sé varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn er mér ekki lengur mikið hleypt að borðinu. Almennt er mjög lítil stemmning fyrir fólki sem vill rugga bátnum. Ég er ekki viss um að mér verði nokkurn tíma hleypt að aftur, en það er líka allt í lagi. Við tölum mikið um að fagna fjölbreytileikanum, sem er frábært. En fjölbreytileikinn hlýtur að þýða að allir megi tjá sinn sannleika og við raunverulega viljum fjölbreytileika og fjölbreyttar skoðanir,“ segir Arnar. Hægt er að nálgast viðtalið við Arnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Sjálfstæðisflokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
„Það síðasta sem pabbi minn, Ellert Schram, sagði við mig áður en hann sveif inn í afturhvarf til bernskunnar og varð Alzheimer's að bráð var: „Af hverju ættir þú að vera í stjórnmálum ef þú ætlar ekki að segja það sem þér finnst?“ Hann var kominn á dvalarheimili og þetta var það síðasta sem hann sagði af fullu viti áður en sjúkdómurinn tók yfir. Ég tók þetta alla leið inn og þetta sat mjög í mér. Ég hef tekið þetta alvarlega alla leið síðan og mun aldrei hætta að segja það sem mér býr í brjósti. Ef fólk er á annað borð inni á Alþingi er eiginlega alveg galið að það þori ekki að fara eftir eigin sannfæringu og segja það sem því raunverulega finnst. En því miður sýnist mér að það sé nánast orðið undantekningin.“ Konan áttavitinn sem hann treystir Arnar hefur á undanförnum misserum ítrekað talað opinberlega um hluti sem aðrir þora ekki að snerta á. Hann segir að þegar hann efist um eigin dómgreind sé konan hans áttavitinn sem hann treystir. „Ég hef verið svo heppinn að eiga yndislega konu alveg síðan ég var mjög ungur og hún hefur í raun verið mitt akkeri í lífinu eftir að ég missti mömmu mína um tvítugt. Hún hefur sjálf gert mjög mikið til þess að læra að hlusta á eigin rödd með því að slökkva á ytri áreitum og fara inn á við. Hún segir mér alltaf hvað henni finnst og ég treysti dómgreind hennar mjög vel. Hún er með sterkari tengingu en ég sjálfur og hjálpar mér að skynja hvaða kjarna ég á að finna þegar ég er að tjá mig opinberlega,“ segir Arnar Þór, sem hefur einnig æft sig í að finna tengingu með því að verja tíma einn úti í náttúru og í göngutúrum: „Við verðum reglulega að slökkva á öllum þessum ytri áreitum til þess að heyra í okkar eigin rödd. Hvort sem það er síminn, sjónvarpið, útvarpið eða annað, þá verðum við að kunna að slökkva á þessu öllu til þess að heyra í innsæinu. Hugurinn verður að losna við alla mengun til þess að ná að kyrrast og tengjast fyrir alvöru. Rödd guðs er innra með okkur öllum, en við kunnum ekki lengur að heyra í henni í allri þessari áreitamengun.“ Valdið færist frá einstaklingnum Í þættinum ræðir Arnar Þór um þá þróun hvernig stórfyrirtæki og stjórnvöld séu farin að tengjast óhugnanlega mikið og að það sé þróun sem fólk verði að sporna við áður en það verður of seint. „Það er í gangi markaðshyggja á sterum sem hirðir ekkert um hagsmuni vinnandi fólks. Þessi fyrirtæki, sem eru oft alþjóðleg eru í raun orðin hættuleg lýðræðinu af því að þau vilja bara þagga niður í fólki sem er ekki sátt við þessa þróun og vill breytingar. Yfirmenn þessara fyrirtækja eru svo farnir að nota svipað tungumál og embættismenn og það eru merki um ákveðinn samruna milli risafyrirtækja og hins opinbera. Það er eitt það hættulegasta sem gerist og ein alvarlegasta myndbirting fasisma þegar stórfyrirtæki og pólitíska valdakerfið sameinast og talar sama máli gagnvart almenningi. Það eru í gangi margar ráðstefnur og fleira þar sem er verið að taka ákvarðanir um að verja milljörðum af skattfé borgaranna í verkefni sem eru beintengd alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þróunin bæði alþjóðlega og á Íslandi núna er sú að það er alltaf verið að færa valdið frá einstaklingum yfir til valdhafa eða stofnana, sem jafnvel eru ekki einu sinni í sama landi. Þannig er í raun verið að aftengja eðlilega lýðræðislega valddreifingu. Sagan segir okkur að við verðum að vera mjög vakandi yfir þessari þróun og sporna við henni.“ Arnar Þór segir að á vesturlöndum hafi á undanförnum árum átt sér stað þróun þar sem ákveðinn fasismi sé byrjaður að festa rætur. Hvetur fólk til að vera hugrakkt „Það er mjög sterkur undirtónn fasisma í gangi í samfélaginu núna. Það er hóphyggja í gangi sem er með mjög lítið þol fyrir efa og andstæðum skoðunum. Það er engin stemmning fyrir því að þú sem einstaklingur leyfir þér að vera sjálfstæður og efast um það sem hópurinn er að hugsa. Það má finna þessa þróun bæði á hægri og vinstri vængnum og hlutunum er stýrt upp mjög svart hvítum og ekki mikið um samtöl þar sem blæbrigðin eru rædd. Það er alið mikið á ótta á þeim tímum sem við lifum núna og með því að hræra í pottum óttans er fólk fengið inn í fylkingar. Við sjáum þetta bæði á vettvangi stjórnmálanna og líka í fjölmiðlunum. Ég vil hafa trú á fólki og einstaklingum og að við getum talað okkur saman inn í niðurstöðu með því að rökræða ólíkar skoðanir,“ segir Arnar Þór, sem hvetur fólk til þess að hafa hugrekki til að elta sinn eigin sannleika. „Það gerast einhverjir töfrar þegar maður sleppir örygginu og eltir hlutverk sitt og þorir að segja sannleikann. Ég hef fengið mjög mikið af þöglum stuðningi fyrir að þora að tjá skoðanir sem fæstir þora að tjá opinberlega. Ég hef ekki tölu á stuðningsskilaboðum frá fólki sem er sammála mér, en segist ekki vilja tjá sömu skoðanir opinberlega. Þó að ég sé varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn er mér ekki lengur mikið hleypt að borðinu. Almennt er mjög lítil stemmning fyrir fólki sem vill rugga bátnum. Ég er ekki viss um að mér verði nokkurn tíma hleypt að aftur, en það er líka allt í lagi. Við tölum mikið um að fagna fjölbreytileikanum, sem er frábært. En fjölbreytileikinn hlýtur að þýða að allir megi tjá sinn sannleika og við raunverulega viljum fjölbreytileika og fjölbreyttar skoðanir,“ segir Arnar. Hægt er að nálgast viðtalið við Arnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Sjálfstæðisflokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira