Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2023 12:31 Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun