Framlag sjálfboðaliða í starfi Rauða krossins er ómetanlegt Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar 5. desember 2023 12:31 Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Dagurinn gefur stjórnvöldum, almenningi og félagasamtökum sérstakt tækifæri til að hugsa um það gildi sem störf sjálfboðaliða hafa fyrir samfélagið okkar. Hvernig ætli samfélagið okkar liti út ef það væru engir sjálfboðaliðar og enginn gerði neitt fyrir náungann nema að fá greitt fyrir það? Það er erfitt að henda reiður á það hversu mörg vinna sjálfboðastörf á Íslandi og þessi hópur setur svo sannarlega svip á samfélagið okkar. Sjálfboðaliðar starfa í öllum geirum samfélagsins og eru sérstaklega áberandi í listum, menningarstarfi, íþróttahreyfingunni, hagsmunafélögum og mannúðarstörfum. Þá eru ótalin öll þau óformlegu sjálfboðastörf sem unnin eru á hverjum degi, oft án viðurkenningar eða þakklætis. Gott fyrir samfélagið og sjálfboðaliðana sjálfa Það eru 2500 sjálfboðaliðar sem starfa hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þetta er fjölbreyttur hópur sem tekur reglulega hlé á sínu venjulega lífi, segir bless í bili við fjölskyldu og vini, setur börnin sín kannski í pössun og mætir á vaktina til að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra. Betra fyrir náungann sem hefur kannski aðeins minna á milli handanna, á færri að eða er að upplifa erfiða tíma. Þetta fólk svarar í Hjálparsímann 1717, heimsækir fólk sem er einmana eða einangrað, styður flóttafólk sem er að taka sín fyrstu skref í nýju samfélagi, reynir að auðvelda líf fólks með fíknivanda og ótal margt fleira. Þegar sjálfboðaliðar eru spurðir af hverju þeir vinna sjálfboðastörf er svarið iðulega löngunin að vera til staðar fyrir þau sem þurfa og gefa til baka til samfélagsins. En mörg nefna líka að í sjálfboðastarfinu öðlist þau nýja þekkingu og hæfni, fái tækifæri til að nýta sína sérþekkingu og/eða reynslu, kynnist nýju fólki og efli tengslanetið sitt. Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfboðin störf stuðla að heilbrigði og vellíðan þeirra sem þau vinna, auki sjálfstraust og geti aukið atvinnuhæfni, sér í lagi ungs fólks. Sjálfboðaliðar Rauða krossins á Íslandi eru hluti af Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans, en þar starfa um 19 milljón sjálfboðaliðar í heild um allan heim. Þau þekkja þarfirnar í sínu nærsamfélagi, eru þjálfuð og reynd og mjög oft fyrst á staðinn þegar mikið bjátar á. Framlag alls þessa öfluga fólks, bæði hér á Íslandi og um heim allan, verður seint metið til fjár. Takk öll! Höfundur er sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun