Hvar stendur Framsókn? Yousef Ingi Tamimi skrifar 6. desember 2023 11:00 „Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar