Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? Davíð Þorláksson skrifar 6. desember 2023 08:01 Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið með sína tæplega 250 þúsund íbúa er það 12 fjölmennasta á Norðurlöndum. Það telst því meðal meðalstórra Norrænna borga. Allar borgir á Norðurlöndum eru markvisst að reyna að minnka hlutdeild bílferða í daglegum ferðum íbúa til að bæta umferðarflæði og draga úr útblæstri. Sú leið sem farin var hér byggði á greiningum innlendra og erlendra sérfræðinga í skipulags- og samgöngumálum og var niðurstaðan að lang heppilegast væri að ráðast í gerð Borgarlínu, BRT- kerfis (bus rapid transit) til að bæta samgöngur til lengri tíma. Það þýðir einfaldlega að megin fjárfestingin felst í að leggja sér akbrautir fyrir strætisvagna, sem verða þá eins konar hraðbrautir milli hverfa auk þess að byggja upp vandaðar stöðvar sem eru aðgengilegar fyrir öll. Vagnar aka með hárri tíðni milli helstu hverfa, hratt og vel í gegnum höfuðborgarsvæðið og verða ekki fastir í umferð. Því er stundum haldið fram að of vont veður sé á Íslandi til þess að hægt sé að fjölga ferðum förnum í almenningssamgöngum. Þegar borgir Norðurlanda á svipuðum breiddargráðum eru skoðaðar þá sést að þær eru flestar, ef ekki allar, með hærra hlutfall ferða í almenningssamgöngum í dag og stefna á hærra hlutfall til framtíðar Það má líka sjá í ferðavenjukönnunum höfuðborgarsvæðisins að hlutfall ferða í almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi er t.d. talsvert hærri í Laugardalnum og Vesturbænum heldur en í úthverfum og hinum sveitarfélögunum. Það blasir við að það er ekki vegna þess að þar sé betra veður. Eftir að hafa búið í Vestubænum um árabil get ég sagt að veður þar er ekki betra, nema síður sé. Skýringin er einföld. Þar sem er fjárfest í góðum almenningssamgöngum þar eru þær vel nýttar. Við mannskepnan erum í raun ekki flóknari en þetta: Við notum það sem er gott frekar en það sem er það ekki. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun