Sigurlín mátti sín lítils í baráttunni við RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 12:15 Sigurlín Margrét hefur sinnt döff leiðsögn á Listasafni Íslands. Listasafn Íslands Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus. Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Erfitt að finna sér aðra vinnu Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að samningssamband Sigurlínar við RÚV hafi haft á sér yfirbragð ráðningarsambands starfsmanns og atvinnurekanda. Þannig hafi Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið netföng hjá RÚV auk þess sem allt fréttaefni, aðstaða sem og tæki og tól sem þurfti hafi verið útvegað af RÚV. Þá hefðu Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið jólagjafir og tekið þátt í starfsmannaviðburðum RÚV. Það breyti því þó ekki að í samningum komi mjög afdráttarlaust fram að um verktakasamband sé að ræða. Engum blöðum sé um það að fletta. Fram hafi komið hjá Sigurlín að tilefni málshöfðunar hafi meðal annars verið vegna þess hve henni sviði að henni og samstarfsfólki við flutning táknmálsfrétta hefði fyrirvaralítið verið sagt upp störfum sem þau hefðu sinnt um áratugaskeið. Um sérhæft starf hefði verið að ræða sem þau hefðu verið sérstaklega hæf til að sinna sökum þekkingar á málefnum Döff þar sem þau tilheyrðu samfélagi heyrnarlausra og litu á táknmál sem sitt fyrsta mál. Vegna heyrnarleysis þeirra hefðu möguleikar þeirra á almennum vinnumarkaði verið takmarkaðri en almennt. Breytingin stuðlað að aukinni þjónustu RÚV vísaði til þess að tilefni uppsagna hefði verið þróun í tækni sem hefði gert RÚV tækt að túlka fréttatíma sjóvnarps á táknmáli í rauntíma. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Var RÚV því sýknað af kröfu Sigurlínar. Málefni fatlaðs fólks Ríkisútvarpið Táknmál Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Sigurlín Margrét hóf störf hjá RÚV við flutning táknmálsfrétta árið 1985 og sinnti starfinu fram að uppsögn árið 2021. Fram kemur í gögnum málsins að fyrst hafi verið skrifað undir starfssamning við Sigurlín árið 2008 sem hafi framlengst um hálft ár í einu allt til ársins 2021. Þá breytti RÚV fyrirkomulagi sínu er varðar þjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa og hætti sérstökum táknmálsfréttatímum. Var samið við Miðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta um túlkun á aðalfréttatíma og Krakkafréttum þar sem túlkendur voru fólk með heyrn. Erfitt að finna sér aðra vinnu Fram kom í stefnu Sigurlínar að uppsögnin hefði haft mikil áhrif á líf hennar og valdið miklu tjóni. Hún væri heyrnarlaus einstaklingur, sem tjái sig á táknmáli og aðgengi hennar að annarri vinnu en þeirri sem hún hefði sinnt á RÚV í 36 ár væri erfitt. Hún hefði átt erfitt að finna sér aðra vinnu eftir uppsögn. Þá hafi Sigurlín margoft í gegnum árin óskað eftir því að fá að vera launþegi hjá RÚV en ekki verktaki. Þannig hafi samningssamband hennar við RÚV haft þann blæ að vera frekar vinnusamningur klæddur í búning verksamnings. Ríkisútvarpið hefur áður verið sakað um gerviverktöku. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að samningssamband Sigurlínar við RÚV hafi haft á sér yfirbragð ráðningarsambands starfsmanns og atvinnurekanda. Þannig hafi Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið netföng hjá RÚV auk þess sem allt fréttaefni, aðstaða sem og tæki og tól sem þurfti hafi verið útvegað af RÚV. Þá hefðu Sigurlín og aðrir táknmálsþulir fengið jólagjafir og tekið þátt í starfsmannaviðburðum RÚV. Það breyti því þó ekki að í samningum komi mjög afdráttarlaust fram að um verktakasamband sé að ræða. Engum blöðum sé um það að fletta. Fram hafi komið hjá Sigurlín að tilefni málshöfðunar hafi meðal annars verið vegna þess hve henni sviði að henni og samstarfsfólki við flutning táknmálsfrétta hefði fyrirvaralítið verið sagt upp störfum sem þau hefðu sinnt um áratugaskeið. Um sérhæft starf hefði verið að ræða sem þau hefðu verið sérstaklega hæf til að sinna sökum þekkingar á málefnum Döff þar sem þau tilheyrðu samfélagi heyrnarlausra og litu á táknmál sem sitt fyrsta mál. Vegna heyrnarleysis þeirra hefðu möguleikar þeirra á almennum vinnumarkaði verið takmarkaðri en almennt. Breytingin stuðlað að aukinni þjónustu RÚV vísaði til þess að tilefni uppsagna hefði verið þróun í tækni sem hefði gert RÚV tækt að túlka fréttatíma sjóvnarps á táknmáli í rauntíma. Héraðsdómur féllst ekki á að uppsögnin hefði verið ólögmæt og þá væri ekki um að ræða brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks enda verið að stuðla að aukinni þjónustu við þá sem tala táknmál með breytingunni sem hafði uppsagnirnar í för með sér. Þá sagðist héraðsdómur ekki geta litið fram hjá því að Sigurlín hefði ekki minnst á það í 36 ár, svo sannanir væru fyrir, að hún teldi sig vera í starfssambandi við RÚV sem launamaður. Það hefði hún gert fyrst í kjölfar uppsagnarinnar. Var RÚV því sýknað af kröfu Sigurlínar.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisútvarpið Táknmál Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira