Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2023 07:40 Lögreglustöðin við Hörðuvelli á Selfossi. Umboðsmaður Alþingis beinir ýmsum tilmælum til lögreglu og dómsmálaráðherra varðandi hvernig skuli bæta eftirlit með föngum á stöðinni. Vísir/Vilhelm Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira