Rauk í burtu en skildi eftir veskið og typpateikningu í snjónum Árni Sæberg skrifar 7. desember 2023 17:02 Edda Björk Arnardóttir hefur verið afhent norskum stjórnvöldum. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Edda Björk Arnardóttir, sem þá stóð til að afhenda norskum yfirvöldum, sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Í úrskurði Landsréttar er vakin athygli á því að Edda Björk hafi vanrækt tilkynningarskyldu þegar hún sætti farbanni. Þá beið typpamynd í snjó lögreglu við eina húsleit. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp þann 1. desember síðastliðinn en birtur í dag. Edda Björk var flutt til Noregs snemma sama dag og úrskurðurinn var kveðinn upp. Verjandi hennar gagnrýndi það harðlega að Edda Björk skyldi flutt áður en mál hennar hafði verið tekið fyrir af æðri dómstóli. Edda Björk var úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald við komuna til Noregs og sætir því nú í Þelamerkurfangelsi. Í úrskurðinum segir að Edda Björk hafi krafist þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yrði felldur úr gildi á grundvelli þess að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki bær til þess að krefjast þess að hún sætti gæsluvarðhaldi. Ríkissaksóknari fól lögreglu að krefjast gæsluvarðhalds Í niðurstöðu Landsréttar segir að fyrir réttinum lægju erindi Ríkissaksóknara, sem fer með mál samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, þar sem embættið fól Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að gera kröfu um að Eddu Björk yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi eftir handtöku í því skyni að tryggja návist hennar þar til afhending á grundvelli norrænnar handtökuskipunar færi fram, samanber úrskurð Landsréttar þess efnis frá 24. nóvember. „Samkvæmt þessu verður að telja að sóknaraðili hafi til þess heimild að lögum að krefjast þess fyrir dómi að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í því skyni sem fyrr er getið.“ Átti að tilkynna sig þrisvar í viku Þá segir í úrskurðinum að það athugist að í kjölfar þess að Eddu Björk var gert að sæta farbanni með úrskurði héraðsdóms í lok október hafi það verið fært í þingbók dómsins sú ákvörðun lögreglustjóra að Edda Björk skyldi tilkynna sig á tilgreindum dögum þrisvar sinnum í viku á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrir liggur að það vanrækti varnaraðili ítrekað að gera, svo sem réttilega er vikið að í hinum kærða úrskurði.“ Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ljóst séð að flótti og unankoma Eddu frá málinu, sem hætta var talin á frá upphafi, hafi raungerst. Hún hafi haldið til hjá vitorðsfólki í felum fyrir lögreglu. Lögreglustjóri hafi beitt öllum tiltækum ráðum til að kortleggja ferðir hennar til að hafa uppi á henni og handtaka í samræmi við fyrirliggjandi handtökuskipun. Þá segir að lögregla hafi neyðst til að framkvæma rannsóknaraðgerðir og afla dómsúrskurða til að hafa uppi á Eddu. Í einni af þremur húsleitum lögreglu þann 25. nóvember á líklegum dvalarstöðum Eddu hafi mátt sjá öryggismyndavélar, spor frá húsinu, ófrágenginn heitan pott með nuddstillingu enn í gangi, veski Eddu á borði og önnur ummerki um að þar hefði nýlega einhver haldið til og rokið burt. Þá voru þar einnig nýlega teiknaðar myndir af getnaðarlim í snjó sem lesin voru sem skilaboð til lögreglu. Ljóst er að hinni eftirlýstu hefur verið kunnugt um að hennar væri leitað og hún hefur engan samstarfsvilja sýnt. Lögregla þekkir jafnframt til þess að fjöldi fólks hefur staðið að baki hinni eftirlýstu og aðstoðað hana við að torvelda störf lögreglu í tengslum við málið
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira