Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 14:00 Hér eru tvö dæmi um notkun erlendra hugtaka eða orða í íslenskum auglýsingum. Auglýsingarnar fann fréttamaður á innan við fimm mínútna flakki um netið í morgun. Ekki er víst hvort þessar tilteknu auglýsingar hafi verið tilkynntar til Neytendastofu. Vísir Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16