Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum Svana Rún Hermannsdóttir skrifar 8. desember 2023 16:01 Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Reykjavík Evrópusambandið Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun